Zipline ferðir í Vestmannaeyjum

Sindri Ólafsson send Umhverfis- og skipurlagsráði bréf og óskaði eftir afstöðu ráðsins til uppbyggingar ferðaþjónustu með skipulagðar Zipline ferðir

Verkefnið er að setja upp Zipline brautir og bjóða upp á gönguferð með leiðsögn ásamt Zipline salíbunum. Fyrirhugað er að setja upp 3-4 línur í mismunandi lengdum, frá 100 og upp í 250 metra sbr. innsent erindi.

Ráðið tekur jákvætt í erindið og er vísað til frekari úrvinnslu á umhverfissviði og skipulagsfulltrúa falið að ræða við bréfritara.

Í bréfi frá Sindra má lesa nánar um framkvæmdina:

Koma þarf fyrir stólum eða festingum sem vírinn er síðan festur á. Þessar festingar eru festar beint í berk með þar til gerðum boltum. Hugsanlega þyrfti í einhverjum tilfellum að reisa litla palla við upphafs og endastöðvar brautanna til að auka öryggi farþega og hlífa jarðveginum á viðkomandi svæði. Einnig gæti þurft að koma fyrir þrepum eða keðjum til stuðnings fyrir þá sem um svæðið fara. Staðsetningar brautana yrðu valdar með tilliti til þess að trufla ekki aðra gangandi vegfarendur um viðkomandi svæði. Vírarnir/brautirnar hafa lítið sjónrænt inngrip og starfsemin og framkvæmdin er með öllu afturkræf án varanlegra ummerkja fyrir umhverfið.

Margar staðsetningar koma til greina og margir þættir sem þarf að taka tillit til.

Staðurinn þarf augljóslega að bjóða upp á ákveðinn hæðarmun. Landslag og útsýni þarf að vera fallegt og bjóða upp á skemmtilega upplifun fyrir gesti.

Herjólfsdalur

Kostir:
– Fallegt útsýni
– Margvísleg saga og menning sem tengist svæðinu
– Auðveld ganga
– Nálægð við tjaldsvæði
– Ekki mjög langt frá miðbæ
– Víða góð bergfesta
Gallar:
– Hefur tilfinningalegt gildi fyrir marga og hafa inngrip þar mörg valdið usla
– Gæti verið snúið að halda úti rekstri á Þjóðhátíð
Fyrri inngrip á svæði:
– Göngustígar
– Leiktæki
– Byggingar
– Girðingar og rétt

Skiphellar/Há

Kostir:
– Truflar fáa, svæðið hefur takmarkað tilfinningalegt gildi
– Lítil áhrif á fugla eða dýralíf
– Auðveld ganga
– Auðvelt að koma búnaði upp
– Getur unnið með Spröngunni
– Nálægð við bæinn
– Víða góð bergfesta
– Ofan af Hánnni er mjög gott útsýni og auðvelt að fara yfir sögu, menningu og
jarðfræði Vestmannaeyja út frá ýmsum hliðum.
Gallar:
– Aðkoman er ljót sem gerir minna úr upplifun,
– Vissulega fyrirfinnst tilkomumeira landslag til að svífa yfir í Vestmannaeyjum.
Fyrri inngrip á svæði:
– Aðkoman er óspennandi iðnaðarsvæði
– Ummerki eftir vatnstank og vegur að honum
– Fjarskiptabúnaður á Há

Stórhöfði/Höfðavík

Kostir:
– Stórbrotin náttúra
– Fallegt útsýni
– Auðveld ganga
– Auðvelt að koma búnaði upp
– Víða góð bergfesta
– Væri hægt að gera frábæra leið yfir sjó.
Gallar:
– Langt frá miðbæ
– Fáar leiðir til að renna fram og til baka
– Gæti haft truflandi áhrif á búsvæði dýra og fugla
Fyrri inngrip á svæði:
– Vegur og slóðar
– Forir og byggingar
– Útsýnis hús
– Girðingar og réttir

Það er skoðun Sindra að svæðið milli Hánnar og Skiphella (Sandskörð) henti best og vísar hann í þá kosti og galla sem hann tel hér að ofan.

Sindri er að láta vinna fyrir sig kort af svæðinu í þrívídd með nákvæmum hæðarpunktum til þess að geta sett fram nákvæmari mynd af leiðunum. Sindri telur líka nálægðina við Sprönguna geti unnið vel með þessu verkefni og stuðlað að kynningu og varðveislu á þessum merkilega menningararfi okkar Eyjamanna sem sprang og bjargsig eru.

Að lokum segir Sindri vonast til að ráðið taki vel í  erindi sitt og að það fái jákvæða umfjöllun og hann fái tækifæri á að vinna verkefnið áfram í samráði við skipulagsyfirvöld.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search