07.06.2020

Nafn: Sindri Óskarsson.
Aldur: Fæddur 1972, reiknaðu svo.
Fjölskylda: Rangeiður Borgþórssdóttir, Silja Elsabet, Óskar Alex, Guðbjörg Sól, Herborg og Teitur.
Hvar ertu að róa?
Á Frá VE 78.
Hvaða stöðu gegnir þú?
Skipstjóri.
Hvar og hvenær hófst sjómannsferillinn?
1992 á Frá Ve 78.
Hver er eftirminnilegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með?
Það eru margir efirminnilegir t.d. Tryggvi Beikon, Júlli kokkur, Tói Vídó, Árni Marz og margir fleiri.
Hver er mesta fíflið um borð?
Ég er fljótur að svara því, það er ég sjálfur.
Eftirminnilegasti túrinn?
Kannski þegar við pikkuðum Gunna Ella P hérna um árið.. hann var á trillu hér rétt fyrir austan við Bjarnarey sem og kviknaði í. Svo fengum við einu sinni hval í trollið það var var bölvað vesen.