07.06.2020

Nafn: Siggi búbú
Aldur: 44 ára
Fjölskylda: Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Ægir Guðni, Ólöf Halla og Sveinþór Atli.
Hvar ertu að róa? Heimaey VE
Hvaða stöðu gegnir þú? Háseti
Hvar og hvenær hófst sjómannsferillinn?
Á Styrmi VE árið 1991, síldarnót.
Hver er eftirminnilegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með?
Grímur grimmi á Guðmundi VE
Hver er mesta fíflið um borð?
Hver annar en Sigbjörn Þór Óskarsson.
Eftirminnilegasti túrinn?
Páskatúrinn mikli árið 2020 þegar ég vann fleiri kana en Sibbi Óskars og heimsmetstúrinn þegar við fengum 2.400 tonn af loðnu í einu kasti í febrúar 2017.