Yfirheyrsla sjómanna – Gísli Matthías og Agnar

Í Sjómannadagsblaði Tíguls fengum við nokkra sjómenn til þess að svara nokkrum spurningum um sjómennskuna. Hér er stutt yfirheyrsla af Gísla og Agga.

Gísli Matthías Sigmarsson

Aldur: 30

Hvenær byrjaðir þú á sjó og hvar: Ég man það nú ekki allveg, en ég var ungur þegar ég byrjaði að leysa af á sjó fyrst á hinum og þessum bátum í Eyjum. Fyrsta dagróður fékk ég að fara með Jonna á trébátnum Frú Magnhildi, þá líklega 12 ára og búinn að suða í pabba að fá að fara á sjó þar til hann gaf undan og talaði við Jonna. Ég lá nú að mestu bara eins og ónytjungur í netahrúgu úti á dekki ælandi.

Hvað heillaði við sjómennskuna: Félagskapurinn er fyrst og fremst frábær svo er starfið fjölbreytt og skemmtilegt. Svo er þetta nú líklega eitthvað í genunum líka.. Mér hefur alltaf liðið vel á sjó en það getur þó verið önugt í miklum brælum og fjarveran frá fjölskyldu og vinum getur oft verið erfið.

Eftirminnilegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með: Svenni útlendingur (Sveinn Garðarsson)

Eftirminnilegasti túrinn: Það hefur verið einhver túrinn sem veiði hefur gefið vel. Það er alltaf gaman.

 

 

Agnar Magnússon

Aldur: 51

Hvenær byrjaðir þú á sjó og hvar: 

Ég byrjaði á sjò 1990 hjá Vinnslustöði á bát sem hét Styrmir.

Hvað heillaði við sjómennskuna: Vinnan er gòð og  

góðir  skipsfélagar.

Eftirminnilegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með: Hrafn Oddsson og aBergvin Oddsson.

Eftirminnilegasti túrinn: Þeir eru margir erfitt að 

taka einn ùt en alltaf stendur uppúr að rò með 

Glòfaxabræðrunum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search