Miðvikudagur 17. júlí 2024

Yfirheyrsla Sjómanna

Feðgarnir Emil og Alexander Andersen eru saman á sjó á Drangavíkinni. Við fengum þá í „spurt & svarað“.

Emil Marteinn Andersen 

Aldur: 48 ára.

Fjölskylda: Foreldrar eru Þuríður Jónsdóttir og Jóel Þór Andersen. Á 5 börn Alexander Andersen, Andri Snær Andersen, Jóel Þór Andersen, Elísabet Þurý Andersen og Sebastían Elí Andersen. 

Á hvaða bát ertu? Er netamaður á Drangavík.

Hver er fyndnastur um borð? 

Fyndnastur um borð er Egill Þór Valgarðsson. 

Hvenær byrjaðir þú á sjó og hvar: Byrjaði á sjó með Pabba á Danska Pétri þegar ég var 15 ára í sumarafleysingum.  Fór svo í fullt starf á Glófaxa um 23 ára aldur.

Hvað heillaði við sjómennskuna? Hef alltaf kunnað vel við sjómennsku sennilega því ég kem af sjómanns fjölskyldum.

Eftirminnilegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með: Eftirminnilegasti sjómaður sem ég hef róið með er Gunni vélstjóri (Gunnar Jónsson) mikill snillingur.

Eftirminnilegasti túrinn? Eftirminnilegasti túrinn er sennilega þegar við fengum hvalshræ í trollið, það var svo illa lyktandi að ég finn enn lyktina af því við að hugsa um það.

Þín helsta fyrirmynd? Mín helsta fyrirmynd er Pabbi. Hann hefur verið sjómaður síðan hann var unglingur og er hrikalega klár í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

Hvernig er að vera með syninum á sjó? Það er mjög gaman að vera með Alexander syni mínum á sjó, við náum vel saman og þekkjum vel á hvorn annan.

Eitthvað að lokum?

Til hamingju með sjómannadaginn sjómenn og munið work hard and play hard hehe.

 

Alexander Andersen

Aldur: 24 ára. 

Fjölskylda: Foreldrar: Emil Marteinn Andersen ogIngveldur Magnúsdóttir (Inga Magg) og sonur minn Líam Bjarni Andersen.

Á hvaða bát ertu? Drangavík.

Hver er fyndnastur um borð? Egill Þór Valgarðsson

Hvenær byrjaðir þú á sjó og hvar: Byrjaði á sjó ný orðinn 17 ára þá náði pabbi að draga mig í humartúr á drangavíkinni.

Hvað heillaði við sjómennskuna: Það heillaði mig ekkert ég bara einhverneiginn endaði á sjó. 

Eftirminnilegasti sjómaðurinn sem þú hefur róið með: það verður að vera svenni útlendingur algjör meistari.

Eftirminnilegasti túrinn?

Örugglega þegar ég skar mig illa og Rúnar sem var skipstjóri þann túr þurfti að sauma mig um borð.

Þín helsta fyrirmynd? Það er ekki gott að segja held ég hafi enga sérstaka fyrirmynd.

Hvernig er að vera með pabba á sjó?

Það er bara mjög fínt, þekkjum hvorn annan mjög vel og hofum gaman að hvor öðrum. 

Eitthvað að lokum?

Ég óska öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sjómannadags og góða skemmtun.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search