Það er vægast sagt búið að vera mikið að gera hjá Björgunarsveit Vestmannaeyja síðan klukkan 17:00 í dag, en þá komu tvö fyrstu útköllin svo í kjölfarið hrúguðust inn verkefnin út um allan bæ, nokkrir kofar fuku, hellingur af þakplötum, rúður sprungu, hjólabrettapallurinn við Hamarskólann fauk út um allt, hálf hliðin á Fésinu fór af, segl dúkur af Salthúsinu hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja fauk út á haf, það eru örugglega slatti af ruslatunnum orðnar heimilislausar og margt fleira. Enda voru þetta yfir 100 verkefni sem 7 hópar sáu um. Einnig voru nokkrir komnir á sína bíla til að getað dreift sér en meira á verkefnin, alls voru 40 manns sem unnu hörðum höndum við að aðstoða fólk. Veðrið á svo að fara hægt niður núna eftir sem liður á nóttina en samt mjög hægt og verður vel hvasst fram yfir hádegi á morgun. Sem betur fór þá urðu engin slys á fólki sem vitað er um.
Frá Björgunarsveit Vestmannaeyja:
Þá er veðrinu aðeins farið að slota hjá okkur en einstaka verkefni enn að týnast inn. Viljum við þakka félögum okkar fyrir frábæra mætingu en 30 félagar tóku þátt í kvöldinu með okkur, auk fleiri aukamanna og lögreglu. Fyrstu verkefni komu um kl 16:30 og óskað var eftir auka mannskap um einni og hálfri klst síðar. Núna rúmum 9 tímum seinna höfum við farið í tæp 100 verkefni, en vegna villu í talningu í verkefnum hafa aðrar tölur verið gefnar upp og leiðréttist hér með.
Kári í Kráin redduðu okkur kvöldmatnum
Sveinn í Bensínsalan Klettur kom svo með kvöldsnarlið fyrir okkur.
Og síðast en alls ekki síst var Ingimar Ágúst Guðmarsson með okkur á Kranabílaþjónustan.
Takk allir kærlega fyrir okkur!
Tígull
Eyjar.net
Eyjafréttir.is