VSV og Haf-Afl hlutu styrk frá Lóu

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 27 verkefni styrk alls fyrir tæplega 139 milljónir króna. Nýsköpunarverkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og dreifast um landið allt. Styrkjum úr Lóu er ætlað að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum, auk þess að hlúa að vistkerfi nýsköpunar á landsbyggðinni.

Alls bárust 89 umsóknir á fjölbreyttum sviðum, frá nýskapandi verkefnum með sjálfbærni og fullnýtingu afurða að leiðarljósi til uppbyggingu innviða fyrir rannsóknir og þróun og innleiðingu nýrra aðferða og verkfæra fyrir nýsköpunarumhverfið.

Meðal verkefna sem hljóta styrk í ár er undirbúningur og frumhönnun ölduorkugarða við Vestmannaeyjar, rannsókn á jarðgerlum og möguleiki á nýtingu þeirra, hönnun á hugbúnaði sem les námsbækur í stærðfræði á sjálfvirkan hátt, þróun á nýrri og hagkvæmri nálgun við verkun á djúpþara og smáforrit sem heldur utan um næringarinntöku með aðgengilegum hætti. Haf- Afl hlaut 10.700.000 kr.

Einnig hlaut Vinnslustöðin hf. styrk upp á 12.000.000 kr.

Vinnslustöðin hefur komið sér upp vatnshreinsistöð sem framleiðir neysluvatn úr sjó. Við þá framleiðslu er salt síað frá ásamt öðrum steinefnum (blanda á pækilformi) sem mögulega er unnt að nýta. Í verkefninu stendur til að kanna nýtingarmöguleika m.t.t. matvælaöryggis, afkasta, kostnaðar og sjálfbærni.

„Með nýsköpunarstyrk Lóu stuðlum við að frjórri jarðvegi fyrir nýjar hugmyndir og nýsköpun á landsbyggðinni. Verkefnin sem fá nú styrk koma af öllu landinu og eru virkilega fjölbreytt. Lóa eflir atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti á forsendum landssvæðanna sjálfra. Slíkt mun leggja grunn að bjartari von og fjölbreyttari störfum fyrir þau sem vilja hafa aukið val um búsetu,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina 2024 voru auglýstir 20. febrúar sl. og var umsóknarfrestur til og með 4. apríl. Matsnefnd fór yfir allar umsóknir og gerði í kjölfarið tillögur um styrkveitingu til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í matsnefnd Lóu árið 2024 sátu Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdarstjóri MAk (Menningarfélags Akureyrar), Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs og Sesselja Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Tagplay.

Hér má sjá allan listan yfir styrkþega: Lóa

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search