- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

VM félag – félag vélstjóra og málmtæknimanna heiðrar Hjálmar Guðmundsson

Hjálmar er fæddur árið 1948. Hann byrjar til sjós á Leó Ve með Óskari Matt. Hjálmar minnir að bræðurnir Mattías, Sigurjón og Kristján Óskarssynir hafi þá verið í áhöfninni.
Sumarið 1965 er hann aftur á Leó með Óskari. Hjálmar fer á vélstjórnarnámskeið hjá Fiskifélaginu árið 1966. Á Ísleifi III með Sigurði Ögmundssyni vetrarvertíð 1966 sem I. vélstjóri og um sumarið á sama skipi á humarveiðum. Vertíðina 1967 á Kap með Gústa Ellabergs sem II vélstjóri. 1968 og 1969 á Ver Ve fyrst með Erlingi Péturssyni og svo með Bergvini Oddsyni. Hjálmar sest á skólabekk Í Vélskólanum haustið 1970. 1970 og 1971 og á Leó í sumarafleysingum sem vélstjóri. Á Þórunni Sveinsdóttur Ve undir stjórn Sigurjóns Óskarssonar 1972 Hjálmar klárar fjórða stig Vélskólans 1973. Er þá á Stakk Ve með Gunnari á Landamótum. Um haustið 1973 sótti Hjálmar um starf hjá Eimskip en þeir vildu hann ekki þá. Dreif hann sig þá í Héðinn 1974 og tók smiðjuna. 1975 kemur hann heim og vinnur Í Völundi þar til í ágúst 1976 að Hjálmar ræður sig á Herjólf og var þar næstu 25 árin sem II og III vélstjóri. Að hluta til hjá Eimskip takið eftir. Hjálmar hætti á Herjólfi 1. september 2001. Þá ræður hann sig á Glófaxa Ve undir stjórn Bergvins Oddssonar. Árið eftir 2002 fer hann á Ísleif Ve með Gunnari Jónssyni og var þar til ársins 2004. Fer þá aftur á Glófaxa Ve sem I. vélstjóri.

Árið 2006 vendir hann sínu kvæði í kross og ræður sig sem yfirvélstjóra á Lóðsinn. Og er þar til 2012 en þá hættir Hjalli til sjós og er nú að dedúa með liðinu hans Stebba í Eyjablikk. Hjálmar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vélstjórafélag Vestmannaeyja sem formaður og almennur stjórnarmaður til margra ára. Hjálmar var og fulltrúi í Sjómannadagsráði til fjölda ára.

Hjálmar var kvæntur Sveininnu Ástu Bjarkadóttur frá Siglufirði. Hún lést 2010. Þau eignuðust þrjá stráka, Hafstein, Reyni og Bjarka. Barnabörnin eru 4 og 5 á ská.

Foreldrar Hjálmars voru hjónin Guðmundur Kristján Ólafsson frá Vestmannaeyjum og Guðrún Sigurjónsdóttir úr Mýrdalnum. Hjálmar Guðmundsson þú ert vel að þessum heiðri kominn og við stöndum í þakkarskuld við þig sem góðan og gegnan Vestmannaeying.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is