Laugardagur 30. september 2023

Vinnuferðir á vegum sveitarfélagsins eru ekki heimilar á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi

16.10.2020

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri fór yfir upplýsingar frá Vinnumálastofnun um atvinnuleysi og hlutabótaleið í Vestmannaeyjum sem og viðbrögð Vestmannaeyjabæjar við hertum samkomutakmörkunum sem gripið var til í október á bæjarstjórnarfundi í gær.

94 skráðir atvinnulausir á móti 50-60 manns á sama tíma í fyrra

Upplýsingar Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi og hlutabótaleið eru frá 22. september sl. Samkævmt þeim nýttu í ágúst um 15 manns úrræði um hlutabætur vegna skerts atvinnuleysis og 94 einstaklingar voru skráðir atvinnulausir samanborið við 50-60 manns í venjulegu árferði. Hlutfall atvinnuleysis í Vestmannaeyjum var 3,7% í ágúst og spár Vinnumálastofnun gera ráð fyrir svipuðum fjölda einstaklinga á hlutabótaleið og atvinnuleysisskrá í september.

 

Viðbragðstjórn Vestmannaeyjabær hefur fundað vikulega undanfarið

Ákveðið var að uppfæra reglur um starfsemi bæjarins vegna hertra samkomutakmarkana. Auk þess var viðbragðsáætlun Vestmannaeyjabæjar vegna kórónaveirunnar endurskoðuð og uppfærð nýlega. Viðbragðsáætlunin er aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins.

Opnunartími stofnana Vestmannaeyjabæjar verður óbreyttur áfram

Sérreglur gilda um leik- og grunnskóla, Hraunbúðir, Heimaey hæfingarstöð, þjónustuíbúðir fyrir fatlaða og Íþróttamiðstöðina. Forstöðumenn umræddra stofnana hafa útbúið og birt reglur. Á Hraunbúðum hefur verið stofnuð sérstök viðbragðsstjórn. Starfsfólk Vestmannaeyjabæjar hefur staðið sig mjög vel undanfarnar vikur í því umhverfi sem þessar hertu aðgerðir skapa okkur. Vill bæjarstjórn koma á framfæri þakklæti til starfsfólks bæjarins og þeim sem veita bænum þjónustu, fyrir framlag þeirra til að tryggja sem bestu þjónustu við bæjarbúa í þessu árferði.

Ákveðið hefur verið að allir formlegir fundir á vegum stofnana bæjarins, sem telja fjóra eða fleiri fundarmenn, eigi að fara fram með fjarfundabúnaði. Fundir nefnda, ráða og bæjarstjórnar Vestmannaeyja muna fara fram með fjarfundarbúnaði meðan þessar samkomutakmarkanir eru í gildi.

Vinnuferðir á vegum sveitarfélagsins eru ekki heimilar og búið er að grípa til viðeigandi ráðstafana á stofnunum bæjarins til þess að fylgja sóttvarnareglum.

Í dag eru tveir í einangrun og þrír í sóttkví.

Aðgerðastjórn fundar einu sinni viku meðan staðan er óbreytt. Síðast greindist smit í Eyjum fyrir tveimur vikum.

Vestmannaeyingar eru hvattir til að virða reglur og tilmæli stjórnvalda og sóttvarnarlæknis áfram eins og hingað til. Jafnframt er fólk hvatt til að stilla ferðum til og frá Eyjum í hóf þó svo að vetrarfrí sé í Grunnskólanum næstu daga. Vestmannaeyingar voru svo rækilega minntir á afleiðingar Covid-19 síðastliðið vor og stóðu saman í þeirri baráttu. Gerum hvað við getum til að láta þetta ganga upp og höldum áfram að sinna eigin smitvörnum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is