Vinna stendur yfir á landgöngubrú í Vestmannaeyjum. Því þurfa allir farþegar að fara um borð og frá borði í gegnum bílaþilfar. Áætlað er að verkið klárist í næstu viku. Einnig geta bifreiðar ekki keyrt undir brúnna til þess að komast í bílaröðina. Hægt er að komast í bílaröð á milli afgreiðsluhúss og Icewear (Básar). Vona þau að þetta komi ekki til með að valda miklum óþægindum.
Miðvikudagur 27. september 2023