Viltu koma með okkur út að hlaupa?

Eyjaskokk í samstarfi með Sigurjóni Erni hjá Ultraform ætlar að vera með hlaupaþjálfun fram að Puffin Run og örugglega lengur ef áhugi fólks er á því

Einnig mun Sigurjón Ernir vera með fyrirlestra þar sem hann fer yfir hlaupaþjálfun og langtíma árangur í mataræði í tvöföldum fyrirlestri. Áætlað er að fyrirlesturinn verði í mars.
Hlaupaþjálfun UltraForm er samfélag fyrir hlaupara sem vilja ná árangri, krefjandi æfingar, hvatningu og aðhald. Sama hvort þú sért að stíga þín fyrstu skref í hlaupum eða ert vanur hlaupari.
Þjónustan samanstendur af fjarþjálfum og tveimur æfingum með þjálfara. Þetta er áskriftarþjónusta – áskriftin endurnýjast mánaðarlega, engin binding en það þarf að segja henni upp fyrir 25. hvers mánaðar með að senda póst á ultraform@ultraform.is Verð á mánuði er 6.990.- kr.
Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:00 með hóp, en alls er val um að taka fimm æfingar í viku. (3 utan hlaupahóps) og einnig fylgja tvær heima styrktaræfingar með lágmarksbúnaði. Fólk getur valið úr þremur erfiðleikasigum fyrir hverja æfingu. 
Æfingarnar á þriðjudögum og fimmtudögum verða interval, brekkusprettir og fleiri slíkar æfingar.
Svo verða tvær rólegri æfingar og ein helgaræfing. 
Kata Laufey, Jón Helgi og Friðrik munu sjá um að halda utan um æfingarnar hér í Vestmannaeyjum undir leiðsögn Sigurjóns Ernis.
ATH. Allir sem kaupa sig í hlaupaþjálfunina fá frítt á fyrirlestur, æfingar og teygjur með Sigurjóni Erni þegar hann mætir til Eyja í mars. En einnig er hægt að kaupa eingöngu á fyrirlesturinn 4.990.

Við ætlum að byrja þriðjudaginn 15. febrúar

Æfingarnar og allar upplýsingar eru unnar í gegnum appið sportabler og facebook hóp.
Okkur hlakkar til að hlaupa með ykkur,
Sigurjón Ernir, Kata Laufey, Nonni og Friðrik.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search