Vilt þú öðruvísi skó? | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
skor

Vilt þú öðruvísi skó?

Tígull heyrði af ungum listamanni með skemmtilega nýja list, en hann Sveinn dundar við að mála á skó á þessu skrýtnum tímum covid. Við fengum að senda á hann nokkrar spurningar.

Nafn: Sveinn Josè Rivera

Fjölskylda: Kem úr Reykjavík en er hèr í eyjum í sumar hjá fjölskyldu kærustu minnar (Arnar Rikka og Elfa Ágústa)

Áhugamál: Handbolti og skór

Segðu okkur aðeins frá þér: Èg er háskólanemi sem lærir sálfræði við Háskólann í Reykjavík, einnig spila èg handbolta með Aftureldingu í Olísdeildinni.

Hvað ertu að bralla þessa dagana á þessum skrýtnu tímum? Eftir að hafa verið fastur inni í u.þ.b 5vikur, fyrst í sóttkví og síðan einangrun þá hef èg haft nóg tíma á loftinu hjá tengdó að mála skó.

Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Á venjulegum tímum fara flestir dagar í skóla og handbolta æfingar

Hvernig kom sú hugmynd upp að fara að mála á skó?

Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á skóm yfir höfuð, og á nú orðið mjög efnilegt skósafn þó èg segi sjálfur frá, við mikinn fögnuð frá kærustunni. Fyrir hálfu ári fann èg Instagram-síðu með svona máluðum skóm, èg skoðaði allskonar skó síður og myndbönd af skóm sem endaði með því að èg ákvað að prófa sjálfur. Sem hefur leitt af því að það sè brjálað að gera og mála skó á hverjum degi.

Fyrir þau sem hafa áhuga á að eignast handmálaskó eftir þig, 

hvernig er best að panta?

Fólk getur haft samband bæði í gegnum Instagram-síðuna og gegnum facebook-síðuna.

Hefuru alltaf verið svona listrænn?

Hef alltaf teiknað mikið, sèrstaklega þegar èg var yngri, hef aldrei lært eða fara á námskeið tengt list.

Er nóg að gera í þessu?

En já mikið að gera núna, eins og er eru að detta inn pantanir á hverjum degi, sem er bara mjög ánægjulegt.

Smelltu hér til að skoða síðuna hans. instagram: sriveracustom

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Helgi R. Tórzhamar – gaman að skyggnast bakvið tjöldin hjá fólki og atvinnugreinar þess
Maður reddar sér bara þegar ekki er í boði að fara í tjörnina inn í dal
Brekkusöngur í nokkrum hverfum á eyjunni – myndbönd og myndir
Ágúst Halldórsson hrekkjalómur eyjanna setti þjóðhátíð á föstudaginn kl 15
Einar Björn tók að sér sigið í ár og leysti það með mikilli snilld
Bryggjurúntur í dag 2. ágúst með Halldóri B.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X