Þriðjudagur 4. október 2022

Vill vekja athygli á öllum þeim villtu fuglum sem búa á og við Vestmannaeyjar

Safnahúsið stendur fyrir streymi á fyrirlestraröð. Stefnt er á að fyrsti fyrirlesturinn verði þann 29. mars næstkomandi og fjallar hann um villta fuglalífið í kringum eyjarnar. Þar á eftir er stefnt á að ræða um hvali og náttúruna í Eyjum. Fyrirlesarinn er Rodrigo A. Martinez Catalan.

Við fengum aðeins að yfirheyra Rodrigo á dögunum og kynnast honum nánar. 

 

Rodrigo er spænskur, 30 ára að aldri.Hann kemur frá meginlandi Spánar og var snemma forvitinn um heiminn. Hann lærði umhverfisvísindi og endurreisn vistkerfa en hefur hægt og rólega heillast meira af hafinu. Rodrigo segir að þegar maður hefur fengið smjörþefinn af öllu því sem snýr að hafinu og fuglalífinu þá sleppir það ekki tökum á þér aftur.

Og nú nokkrum árum síðar hef ég áttað mig á því að ég er orðin mikill náttúruunnandi. Ég einfaldlega get ekki hætt að tala um fugla, hafið og náttúruna.  

 

Ég hef uppgötvað að ljósmyndun með þessum áhuga er mjög hjálpleg.Ég sé náttúruna í gegnum linsuna á annan hátt og jú hef lært mikla þolinmæði. Til að ná myndum af ein- stökum og sjaldgæfum fuglum og náttúrunni þá þarf oft að bíða lengi bak við myndavélina. Rodrigo heldur úti fallegri heimasíðu þar sem hann deilir myndum og segir frá ferðalögum sínum. www.rmartinezcatalan.wixsite.com

Rodrigo kom til Vestmannaeyja í ágúst 2020 með konu sinni Ewu sem er pólsk. Ewa vinnur hjá Sea life. Þau fluttu til Íslands í desember 2015.

Rodrigo segir að fyrirlesturinn sé fyrst og fremst til að vekja athygli á öllum þeim viltu fuglum sem búa á og við Vestmannaeyjar. Ég held að þið gerið ykkur ekki grein fyrir því hvað við erum nálægt t.d. hvölum.Það er ekki sjálfgefið að vera með hvali í raun beint fyrir framan augun á okkur. Eins sjaldgæfa fugla sem fólk jafnvel  ferðast hálfan hnöttinn til að sjá en við þurfum bara að rölta upp á Stórhöfða til að líta þá augum og það mjög nálægt. 

 

Hann hvetur fólk til að nýta sér að horfa á streymisfyrirlestrana, það kostar ekkert og bara gert til að fræða og hafa gaman af. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is