14.02.2020
Það var kærkomið þegar Tanginn bauð öllum í súpu og brauð í hádeginu sem komu að björgunarstarfi síðastliðna nótt, þar með var vaktinni lokið frá þessari óveðursvakt.
Almannavarnarnefnd og Björgunarfélag Vestmannaeyja vilja koma á framfæri þökkum til eftirfarandi aðila sem komu færandi hendi með bakkelsi og mat á meðan á vaktinn stóð: Vigtin Bakhus, Eyjabakarí, Slysavarnarfélagið Eykindill aðstandendur Magnúsar Guðmundssonar og Tanginn.
Tígull kíkti á hópinn í hádeginu og voru þau nokkur orðin anski lúin þar og á leiðinn á koddann.