Vestmannaeyjabær Guðmundur Gíslason

Vilja flýta uppbyggingu framtíðarsvæða

Á fundi bæjarstjórnar fyrir helgi fór formaður umhverfis- og skipulagsráðs yfir undirbúning og vinnu við aðalskipulag til framtíðar. Í kjölfarið lögðu bæjarfulltrúar meirihlutans fram tvær tillögur. Annars vegar um að áformum um þau þrjú svæði sem ætluð eru til íbúðabygginga eftir árið 2035 í skipulagsákvæðum gildandi aðalskipulags verði flýtt þannig að uppbygging þessara svæða geti hafist innan næstu 3 ára til að fjölga byggingarlóðum fyrr en áætlað var. Og hins vegar um íbúakosningu um sþróunarsvæðið Þ-1. „Í gildandi aðalskipulagi er svæði – Nýja hraun þróunarsvæði (M2) – þar kemur m.a. fram að “Miðsvæði þar sem áformað er að byggja aftur upp á svæði sem fór undir hraun í gosinu 1973. Svæðið er merkt sem þróunarsvæði og verður unnið að því á skipulagstímabilinu að móta uppbyggingaráform frekar. Möguleikar til landmótunar eru opnir en í þeim getur falist að landið verði stallað á einhvern hátt og að eitthvað af efni yrði nýtt til efnistöku“. Í ljósi þess hversu takmarkað landsvæði sveitarfélagsins er þá er lagt til að kanna hug íbúa, hvort hefja skuli vinnu við að byggja upp þróunarsvæðið M2 (samkvæmt mynd) sem fór undir hraun í gosinu árið 1973 eða ekki. Íbúakosning verði framkvæmd samkvæmt reglugerð 0922/2023 og 60 gr. samþykktar Vestmannaeyjabæjar áður en lagt er af stað í skipulagsvinnuna en ekki á miðri leið eða að henni lokinni.
Stefnt er að því að íbúakosningin fari fram samhliða næstu alþingiskosningum.“

Þrátt fyrir að gefa til kynna að vera ekki mótfallnir íbúakosningunni setti minnihlutinn fram tillögu um frestun á afgreiðslu þessara tillagna. „Í ljósi þess að þær tillögur sem hér eru bornar fram hafa aldrei áður komið fyrir augu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og hafa ekki fengið umfjöllun í viðeigandi fagráði, óskum við eftir því að bæjarfulltrúar fái nánari kynningu á umræddum tillögum en að þeirri kynningu lokinni leggjumst við ekki gegn því að síðari tillagan fari í íbúakosningu. Leggjum við því til að málinu verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.“
Var tillaga bæjarfulltrúa D lista samþykkt með níu samhljóða atkvæðum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search