Vilja efla menningalífið enn frekar

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku var deiliskipulag miðbæjar m.a. til umræðu. Þar á meðal lá fyrir ósk lóðarhafa að Bárustíg 7 um að ráðið endurskoði afstöðu til óbreyttrar tillögu, um stækkun á lóð og aukningu á byggingarétti, sem lögð var fyrir fund 348 umhverfis- og skipulagsráðs þann 14.06.2021 sem var þá á vinnslustigi. Á umræddum fundi var afstaða ráðsins að það gæti ekki orðið við tillögunni að óbreyttu og er viðhorf meirihlutans óbreytt nú „enda engar breytingar gerðar á fyrri tillögu en tillagan gerir ráð fyrir byggingarétti umfram rétt lóðarhafa sem nær út fyrir lóðamörk Bárustígs 7 þ.e. yfir lóð í eigu Vestmannaeyjabæjar þar sem nú eru bílastæði.“ segir í fundargerðinni.

Síðast liðinn föstudag birtu eigendur The Brothers Brewery myndband sem að sýnir umrædda stækkun á Facebook síðu brugghússins, þar sem þeir óska eftir hjálp bæjarbúa að pressa á bæjaryfirvöld að endurskoða málið.
Við heyrðum í Jóhanni Guðmundssyni, einum eigenda The Brothers Brewery útaf málinu.

Hvað eru þið að reyna að gera með þessari stækkun?

„Við erum í raun að reyna að stækka okkar starfsemi í því húsnæði sem að við keyptum 2018. Við áttum fund með byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í mars 2021 þar sem að við sýndum okkar hugmyndir um stækkun á Bárustíg 7 en ef við við viljum halda áfram að byggja upp okkar starfsemi til framtíðar hér í Eyjum. Við höfðum heyrt af því að verið væri að vinna að nýju deiliskipulagi fyrir miðbæinn þannig að við vildum strax fá að vera með í þeirri vinnu því það er ljóst að við myndum væntanlega vaxa úr núverandi húsnæði fljótt, Það hefur komið í ljós að er rauninn, við hefðum þurft stærra húsnæði strax í sumar. Við héldum eftir þennan fund að við myndum heyra eitthvað í bæjaryfirvöldum en raunin varð sú að það var talað við okkur aftur mánuði fyrir kosningar í ár þar sem okkur var kynnt nýtt deiliskipulag þar sem nánast enginn breyting er á okkar starfsemi. Við megum stækka lítið á okkar eigin lóð sem að gerir ekkert fyrir okkar starfsemi. Þegar að við fórum svo að spyrjast fyrir þá virtist stór hluti þeirra aðila sem var að bjóða sig fram fyrir síðustu kosningar, í þeim framboðum sem að höfðu áhuga að ræða við okkur, ekkert vita um málið þrátt fyrir að hafa haft fulltrúa í ráðinu. Þannig að við sendum strax inn athugasemdir við skipulagið þar sem við óskum eftir því að stækka húsið í átt að Miðstræti. Þá myndi bílastæðum í miðbænum fækka um tvö en staðinn kæmi glæsilegt hús og bæjarprýði. Okkur er svarað af skipulagsfulltrúa að það sé búið að taka þetta fyrir í ráðinu og að þessum hugmyndum hafi verið hafnað. Þetta þótti okkur skrýtið þar sem okkur hafði aldrei verið tjáð neitt um þetta þannig að við óskuðum eftir gögnum um það. Þá kemur í ljós að skipulagsfulltrúi er að vísa í kynningu á fundi ráðsins í júní 2021. Þar sem ekkert var kosið neitt um málið þá þarf ekkert að láta okkur, né aðra, vita neitt af málinu.“

En hver eru rökin sem eru á móti?

„Eins og ég sagði áður þá höfum við aldrei fengið fund með ráðinu eða starfsmönnum bæjarins til að heyra þau rök. Við höfum heyrt í útí bæ að við séum að framleiða of mikið miðað við okkar staðsetningu og við séum bara orðnir að iðnaðarfyrirtæki. Sem dæmi þá fengum við upphaflega leyfi til að framleiða sjötíuþúsund lítra af bjór á fyrstu hæð þar sem íbúðarhúsnæði var fyrir ofan í Baldurshaga. Á síðasta ári framleiddum við hinsvegar þrjátíu og fjögurþúsund lítra, ásamt því að nú vorum við að fá samþykkt leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað sem er hugsað fyrir minni handverksframleiðendur og þar er miðað við fimmhundruðþúsund lítra þannig að við erum núna um 7% af því.

Hin rökin, sem við höfum heyrt útí bæ, eru að við séum með þessu að fækka bílastæðum um tvö. En sem dæmi þá héldum við að við myndum eiga þann fund með bænum þannig að við vorum strax búnir að ákveða það að við gætum gefið eftir hluta af lóðinni okkar sem var undir ruslageymsluna til að þeim myndi í raun bara fækka um eitt. Svo væri hægt að gera eins og með Bónus að breyta miðstrætinu í einstefnu götu og fjölga þar bílastæðum ef það væri vilji fyrir því að leyfa okkur að vaxa. Það hefur allavegana verið stefna Vestmannaeyjabæjar á síðustu árum að hjálpa fyrirtækjum að stækka samanber stækkanir á lóðum fiskvinnslufyrirtækja, seiðaeldi inní botni og stækkun á Hótel Vestmannaeyjar í þessu skipulagi. Þess vegna héldum við að það yrði staðið með okkur í þessu máli. Enda er það okkar skoðun að það á að nýta landsvæðið hér í Eyjum sem best til að byggja upp atvinnustarfsemi, menningu og íbúðir. Við erum sannfærðir um það að stækka salina okkar, bæði neðri salinn til að bæta við fleiri klósettum og stækka útisvæðið okkar á annari hæð með stóru opnanlegu sólhúsi, myndi gera gott fyrir menningarlífið hér í Eyjum,“ sagði Jóhann.

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search