Vilja efla ímynd Vestmannaeyja sem sjávarsamfélags

„Það hefur verið umræða í nokkurn tíma varðandi fjölbreytta flóru veitingastaðanna hér hvort við gætum ekki gert eitthvað sniðugt, svo kom þessi tilnefning frá Emblu awards, Vestmannaeyjar tilnefnd sem besti mataráfangastaður norðurlanda og við höfum verið að reyna að hugsa út fyrir boxið varðandi viðburði utan hins hefðbundna ferðamannatíma, lengja tímabilið og því var ákveðið að hendast af stað með þessa hugmynd að gera matarhátíð,“ sagði Berglind Sigmardóttir, einn eiganda veitingastaðarins Gott.
„Frosti Gíslason hjá Fab Lab hafði unnið að verkefni frá 2021 um Sjávarsamfélagið Vestmannaeyjar sem styrkt er af NORA, og hafði verið í sambandi við mig varðandi pælingar um sjávarsamfélagið, matarviðburði og hvernig væri hægt að tengja þetta allt saman og gera úr þessu stóran viðburð og fá fiskvinnslu- matvæla- og fleiri iðnfyrirtæki til liðs við okkur.“

Berglind sagði að þó að þetta heiti Matey og það verði gestakokkar sem heimsækja veitingastaði þá snýst þetta ekki bara um þá. „Heldur er þetta mikið stærra og snýr að hráefninu og svo öllum þeim fyrirtækjum og þjónustuaðilum sem koma að sjávarsamfélaginu og svo fyrirtækjum í ferðaþjónustu,“ sagði Berglind og bætti við. „Einnig verða listviðburðir með tengingu við hátíðina. Við viljum að sem flestir séu með. Við sjáum fyrir okkur að þetta verði árlegt.“

Aðspurð um hvernig undirbúningurinn gengi sagði Berglind þetta hafa tekið lengri tíma en þau hefðu viljað. „Þar sem að við erum í sjálfboðavinnu við að koma þessu af stað og öll mjög upptekin yfir okkar high season þá hefur þetta kannski tekið lengri tíma að koma þessu í loftið en við hefðum viljað. Það er ekki langt í hátíðina en við viljum byrja í ár og sjá svo hvernig hátíðin hefur möguleika á að vaxa á næstu árum,“ sagði Berglind. „Gísli á Slippnum hefur verið í sambandi við frábæra gestakokka sem munu vera á nokkrum veitingastöðum. Það er líka gaman fyrir Eyjamenn að fara út að borða á veitingastöðunum hér og fá nýja upplifun með annarsskonar áherslum frá þessum gestakokkum. Það er algjört skilyrði að kokkarnir nýti local hráefni sem fyrirtækin hér bjóða upp á. Þetta er hátíð þar sem við fögnum sjávarsamfélaginu þar sem frammúrskarandi kokkar bjóða uppá matseðil úr okkar besta hráefni á okkar góðu veitingastöðum. Svo eru einnig veitingastaðir sem eru með sérrétti hátíðarinnar, svo aðkoma fyrirtækjanna er fjölbreytt. Vonandi munum við fá gesti sem munu nýta sér gistingu hér, nýta sér afþreyingu sem í boði er og versla í búðunum okkar og vonandi munu Eyjamenn sjálfir vilja koma út að borða, skoða og sjá sitt nærsamfélag kannski með aðeins öðrum augum,“ sagði Berglind að lokum.

Hluti af stærra verkefni
Frosti Gíslason verkefnastjóri hjá Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum sagði, í samtali við Tígul, Sjávarréttahátíðina Matey vera
hluti af enn stærra verkefni um Sjávarsamfélagið Vestmannaeyjar, þar sem haldnir verða viðburðir, varanlegar innsetningar og hlutir sem munu gerast í sýndarheimum.“

Þá sagði hann markmiðið að draga fram einkenni sjávarsamfélagsins, styrkja og efla ímynd Vestmannaeyja sem sjávarsamfélags, auka skilning á náttúrunni, menningararfinum og atvinnulífinu og draga fram norrænu tenginguna. „Matey sjávarréttahátíðin er frábær vettvangur til þess að kynna þessa öflugu matvælaframleiðslu í Vestmannaeyjum, og hvernig samfélagið tengist frá veiðum, vinnslu og framreiðslu matar auk allrar þessar öflugu þjónustu iðnfyrirtækja við matvælaframleiðsluna hér í Eyjum. Ég er þakklátur fyrir jákvæð viðbrögð samstarfsaðila og allra þeirra sem taka þátt í verkefninu frá fiskvinnslufyrirtækjum, veitingastöðum, listafólki, matvælaframleiðendum, iðnfyrirtækjum, söfnum og bæjaryfirvöldum,“ sagði Frosti og bætti við að lokum. „Ég vonast til þess að bæjarbúar og gestir njóti hátíðarinnar og hátíðin styrki ímynd Vestmannaeyja sem einn helsta mataráfangastað landsins.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search