Strákarnir á Ottó N Þorlákssyni vildu láta gott af sér leiða á þessum leiðindar covid tímum
Það kom upp sú hugmynd um borð i Ottó N að við myndum láta eitthvað gott af okkur leiða. Við höfum allir verið i öruggri vinnu i öllu þessu covid ferli, en það er ekki þannig hjá öllum, við afhentum þvi Guðmundi presti 400.000 kr sem hann mun koma á þá staði þar sem hart er í búi núna fyrir jólin segir Hólmgeir Austfjörð í færslu á facebook síðu áhafnarinnar.
Einnig vilja þeir félagar skora á aðrar áhafnir til að gera slíkt hið sama
Við viljum jafnframt skora á aðrar áhafnir að gera slíkt hið sama, upphæðin skiptir ekki máli því margt smátt gerir eitt stórt.
Áhöfnin á Ottó N Þorlákssyni (kóngsi)
