30.01.2020
Tígull heyrði í Kristínu Hartmannsdóttur formanni framkvæmda- og hafnarráðs og fékk að heyra aðeins nánar hvernig þau munu framkvæma nýja torgið. Sú mynd sem er komin á þetta er eingöngu tillaga og þau eru að vinna að þessu.
þessu verður skipt niður í þrjá áfanga en ætlunin er að útbúa þæginlegt útivistavæði líkt og Stakkó þar sem fólk getur komið og eytt tíma saman þar sem leikvöllurinn verður afgirtur vegna yngstu barnanna því höfnin er jú við hliðina á þessu svæði, þar verði jafnvel einhverjar söguskýringar, skilti eða minjar.
Tígull mun fylgjast vel með þessu verkefni eins og öðrum uppbyggingum á leikvöllum bæjarins. Eins hvetjum við hafnarráð til að girða vel af við smábátahöfnina leikvöllurinn fái að njóta sín að fullu.
