Laugardaginn 10. júní síðastliðin var vígsla fyrstu gönguleiðar „Brúkum bekki“.
„Að brúka bekki“ er samfélagsverkefni sem Félag sjúkraþjálfara til að hvetja til aukinnar hreyfingar. Verkefnið felur í sér að setja upp 1 km gönguleiðir sem henta eldri borgurum og öðrum sem lakir eru til gangs. Á gönguleiðunum eru bekkir á um 250 metra millibili sem er hægt að hvíla sig.
Fyrsta gönguleiðin er frá Hraunbúðum, um göngustíg sunnnan við Hamarskóla, uppá Spyrnubraut of aftur niðureftir. Önnur gönguleið er fyrirhuguð á miðbæjarsvæði bæjarins.
Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir og Anna Hulda Ingadóttir ásamt Félag sjúkraþjálfara og Vestmannaeyjabæ sáu til þess að þetta verkefni kæmi líka til eyja. Kvennfélagið Heimaey gefur fyrstu 5 bekkina til verkefnisins til Vestmannaeyjabæjar. Kvenfélagið varð 70 ára á árinu og er gjöfin svona vegleg í tilefni þess og í tilefni að 50 ár verða brátt liðin frá goslokum.
Bekkirnir munu skarta plöttum sem Félag sjúkraþjálfara gefur og á þeim kemur fram nafn verkefnisins og hverjir gefa bekkina og nöfn samstarfsaðila.