Laugardagur 30. september 2023

Vígsla á fyrstu gönguleiðar „Brúkum bekki“

Laugardaginn 10. júní síðastliðin var vígsla fyrstu gönguleiðar „Brúkum bekki“.

„Að brúka bekki“ er samfélagsverkefni sem Félag sjúkraþjálfara til að hvetja til aukinnar hreyfingar.  Verkefnið felur í sér að setja upp 1 km gönguleiðir sem henta eldri borgurum og öðrum sem lakir eru til gangs.  Á gönguleiðunum eru bekkir á um 250 metra millibili sem er hægt að hvíla sig.

Fyrsta gönguleiðin er frá Hraunbúðum, um göngustíg sunnnan við Hamarskóla, uppá Spyrnubraut of aftur niðureftir. Önnur gönguleið er fyrirhuguð á miðbæjarsvæði bæjarins.

Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir og Anna Hulda Ingadóttir ásamt Félag sjúkraþjálfara og Vestmannaeyjabæ sáu til þess að þetta verkefni kæmi líka til eyja. Kvennfélagið Heimaey gefur fyrstu 5 bekkina til verkefnisins til Vestmannaeyjabæjar. Kvenfélagið varð 70 ára á árinu og er gjöfin svona vegleg í tilefni þess og í tilefni að 50 ár verða brátt liðin frá goslokum.

Bekkirnir munu skarta plöttum sem Félag sjúkraþjálfara gefur og á þeim kemur fram nafn verkefnisins og hverjir gefa bekkina og nöfn samstarfsaðila.

Kvenfélagið Heimaey kom í dagsferð til Eyja á laugardaginn með sól og gleði í farteskinu auk þess að afhenda 5 fallega bekki sem settir verða upp í sambandi við verkefnið „Brúkum bekki“ Haldinn var stuttur opnunarviðburður með Írisi bæjarstjóra og fleirum sem að verkefninu standa.
Hér fyrir neðan er mynd af fyrstu gönguleiðinni. Hópmyndin hér að ofan er af meðlimum Kvenfélagsins Heimaey sem mættu á Heimaey í tilefni víglsunnar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is