Viðvörunarstig gildir nú fyrir alla landshluta á einhverjum tímapunkti fram á aðfaranótt fimmtudags vegna norðanstórhríðar og storms sem vænst er að gangi yfir landið. Áður hafði verið gefin út gul viðvörun, en Veðurstofan hefur hækkað viðvörunarstigið á öllu landinu nema á Austurlandi og Suðausturlandi.
Á höfuðborgarsvæðinu, við Faxaflóa og á Suðurlandi má einnig búast við ofsaveðri, 20—28 m/s og geta íbúar búist við samgönguturflunum og lokunum á vegum. Hætta er talin á foktjóni og sérstaklega tekið fram að ekkert ferðaveður sé meðan veðrið gangi yfir.
Á Suðurlandi verður Norðan- og norðvestanstormur eða -rok, 20-28 m/s. (appelsínugult ástand)
10. des. kl. 15:00 – 11. des. kl. 10:00
Gengur í norðan- og norðvestanstorm eða -rok, 20—28 m/s. Hvessir fyrst vestan til á svæðinu. Búast má við samgöngutruflunum og lokunum á vegum. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni. Dregur úr vindi aðfaranótt miðvikudags, en bætir þá í vind undir Eyjafjöllum og má búast við 23—33 m/s á þeim slóðum þar til seint á miðvikudag.
Búast má við samgöngutruflunum og lokunum á vegum. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni. Dregur úr vindi aðfaranótt miðvikudags, en bætir þá í vind undir Eyjafjöllum og má búast við 23-33 m/s á þeim slóðum þar til seint á miðvikudag
Sjá nánar inn á https://www.vedur.is/