18.01.2020 kl 11:35 forsíðumynd er skjáskot af vedur.is
Eins og þið kanski hafið heyrt þá er alls ekki góð veðurspá fyrir morgundaginn, gular og appelínugular viðvaranir frá veðurstofu Íslands um allt land, sú gula á við okkur hérna í eyjum.
Suðaustan hvassviðri eða stormur með mikilli rigningu og ört hlýnandi veðri. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Í viðvörun frá Herjólfi segir:
Við viljum góðfúslega benda farþegum á að bæði veður og sjólag er ekki hagstætt fyrir sunnudaginn, 19. janúar og mánudaginn, 20. janúar.
Biðjum við því þá farþega sem ætla sér að ferðast að fara fyrr heldur en seinna með okkur og einnig að fylgjast með gang mála á miðlunum okkar.
Gefin verður út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið frá Herjólfi.