Viðtal við Gunnar Heiðar hjá Volcano Seafood

16.01.2020

Tígull sló á þráðinn til Gunnars Heiðars Þorvaldsonar og kannaði stöðuna hjá Volcano Seafood.

Hvað er að frétta af ykkur í Volcano Seafood? 

Það er allt gott að frétta af okkur. Það hafa reyndar orðið breytingar á eignarhaldi í Volcano Seafood frá síðasta viðtali við okkur. Aðilar hafa hætt eins og gengur og gerist en þau verða alltaf hluti af „Volcano Seafood fjölskyldunni“.

Einnig erum við loksins komin inn á stórvörumarkaðinn á Íslandi. Nú er hægt að kaupa 100 gr. pokana okkar í öllum Krónubúðum á landinu. Við erum bæði stolt og ánægð með það og vonum að landsmenn taki vel í vörurnar okkar. Það eru fleiri stórar fréttir á leiðinni frá okkur sem ekki er hægt að segja frá núna en við tökum það í næsta viðtali.

Hvernig hefur framleiðslan gengið og hvar eruð þið til húsa hérna í Eyjum?

Framleiðslan hefur gengið vel. Við höfum náttúrulega verið að þróa vörurnar okkar í 2 ár og teljum okkur loksins vera komin með vörur sem flestum líkar við. Við höfum verið að framleiða þetta með Sigurjóni Birgis og félögum í Leo Seafood. Samstarfið hefur gengið vel og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs. Núna þurfum við að skoða hvernig við getum hagrætt framleiðslunni ennþá frekar og fengið meiri afköst. Einnig getur verið að fjárfestingar á tækjum og tólum sé nauðsynleg til þess. En það á eftir að koma í ljós.

Hvað er dreifingin orðin stór hjá ykkur? 

Síðasta árið höfum við verið að selja vörur okkar á nokkrum börum og hótelum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Einnig byrjuðum við að selja vinum okkar á Herjólfi síðasta haust. Það var gert til að fá endurgjöf (feedback) frá kaupendum um vörur okkar þannig við gætum haldið áfram að þróa þær þangað til flestir yrðu ánægðir með þær. Vörur okkar í dag er afrakstur þess og vonandi líkar öllum við þær.

Stefnið þið erlendis með vörur ykkar?

Ekki eins og er. Við viljum flýta okkur hægt og ætlum að byrja hérna heima á Íslandi. Við eigum pottþétt eftir að lenda á nokkrum hraðahindrunum á næstu mánuðum og því viljum við læra af þeim hérna heima. En ef vel gengur og ég tala ekki um ef túristinn tekur vel í vörurnar okkar þá munum við klárlega skoða hvaða möguleika við eigum erlendis.

Eitthvað að lokum?

Já, við viljum þakka öllum einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa hjálpað okkur alveg frá byrjun. Við værum ekki á þessum stað í dag nema með hjálp þeirra. Takk fyrir!

Einnig hvetjum við alla að kíkja í Krónuna og kaupa vörurnar okkar. Vonandi líkar öllum við þær.

Alveg í lokin þá viljum við að allir fylgi okkur á Facebook (Volcano Seafood) og Instagram (volcanoseafood). Þar setjum við nýjustu fréttirnar inn og það er nóg af þeim á leiðinni segir Gunnar Heiðar.

Gunnar Heiðar

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search