Viðspyrna Vestmannaeyjabæjar

18.04.2020

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 16. april sl., tillögur að viðspyrnu vegna þeirra efnahagslegu afleiðinga sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur og gæti valdið.

Tillögurnar innihalda þrjú einkennisorð; skjól, stöðugleika og sókn, fyrir íbúa, heimili, fyrirtæki og sveitarfélagið. Innihalda aðgerðirnar ýmsar ráðstafanir um lækkun og niðurfellingu gjalda, framkvæmda- og viðhaldsverkefni, samráð við íbúa og fyrirtæki, markaðsátak í ferðaþjónustu, aukin atvinnutækifæri og eflingu nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi.


Framundan er frekari vinna við undirbúning nýrra framkvæmdaverkefna sem og tilfærslu verkefna sem nú þegar eru á fjárhagsáætlun 2020 og áætluð 2021.

Vestmannaeyjabær er reiðubúinn fjárfesta verulega umfram það sem áætlað var í fjárhagsáætlun til viðspyrnu ástandsins í atvinnulífinu vegna veirunnar. Ljóst er að ráðstafanir verða að taka mið af þörf og nauðsyn slíkrar innspýtingar hverju sinni. Vitað er að að ástandið kemur verra niður á sumum atvinnugreinum. Einna verst bitnar það á fyrirtækjum í veitinga-, gisti- og ferðaþjónustu.

Skýrsla sem verið er að vinna um ljósleiðaravæðingu Vestmannaeyjabæjar er á lokametrunum. Stefnt er að því að taka hana til umræðu á bæjarstjórnarfundi þann 30. apríl nk. Mikilvægt er að ríkið komi að þessu verkefni með einhvers konar styrkjum og efla þannig til muna eðlilega innviðauppbyggingu í sveitarfélögum. Er ljóðsleiðarvæðing Vestmannaeyja einn af lykilþáttum í atvinnuuppyggingu til framtíðar.

Framundan eru ákvarðanir og kostnaðarmat um stór og miklvæg verkefni. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun áfram vinna að tillögum slíkra verkefna og kynna síðar.

Í þessum hluta viðspyrnunar nemur heildarumfang þegar ákveðinna aðgerða, sem og aðgerða sem bæjarstjórn er reiðubúin að ráðast í til framtíðar, um 1.950 milljónum kr.

Við gerð næstu fjárhagsáætlunar verður jafnframt leitað leiða við að lækka opinber gjöld fyrir veitta þjónustu Vestmannaeyjabæjar.

Fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar er sterk og sveitarfélagið vel í stakk búið til þess að mæta óvæntum áföllum líkt og þeim sem við stöndum frammi fyrir í dag.

Bæjarstjórn hefur falið bæjarráði og hlutaðeigandi fagráðum að annast framkvæmd og eftirfylgni aðgerðanna sem um ræðir.

Íris Róbertsdóttir
bæjarstjóri

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search