Hann Grímur Guðnason hjá Slökkvi- og Gúmmíbátaþjónustu Vestmannaeyja var að bæta hoppudýnuna á Stakkó þegar blaðamaður Tíguls átti leið hjá í dag.
Við nánari skoðun á skemmdunum sést að þetta er gert sennilega með eld, þar sem augljóslega er sviðin dýnan. Kæru foreldrar brýnið nú fyrir börnum ykkar að leika ekki með eld og hvað þá á hoppudýnunni.
Grímur sagði að dýnan verði orðin hoppu-fær í kvöld.
