Á morgun, mánudag verða 50 ár liðin frá því að Eldgoss á Heimaey hófst
Af því tilefni verða viðburðir í Vestmannaeyjum til að minnast þessa stóratburðar í sögu Íslands.
Dagskráin hefst í nótt klukkan 01:30 en þá er nákvæmlega hálf öld síðan jörðin opnaðist austast á Heimaey og við tók eldgos í tæpt hálft ár.
23. janúar
Eldheimar – kl. 01:30
Upplestur barna við GRV hefst og stendur til 19:00.
Ráðhús – kl. 12:00
Minningarfundur bæjarstjórnar.
Bókasafn – kl. 16:00
Opnun vinnustofu um handgerðar veifur.
Sagnheimar – kl. 16:30
Nemendur leikskólanna í Eyjum og GRV með sýningu.
Landakirkja – kl. 18:45
Safnast verður saman fyrir utan Landakirkju. Lagt verður af stað í blysför og göngu að Eldheimum kl. 19.00. Séra Guðmundur Örn Jónsson og séra Viðar Stefánsson fara með blessunarorð við upphaf göngu.
Eldheimar – kl. 19:30
Minningarviðburður í Eldheimum. Ávörp forseta Íslands, forsætisráðherra og forseta bæjarstjórnar. Tónlistarflutning annast þær Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir.
Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í viðburðunum þennan dag, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.