Á fundi fræðsluráðs í gær var farið yfir stöðuna í GRV venga covid 19
Vel er gætt að sóttvörnum í skólum og frístundaveri og starfsmenn bera grímur í sameiginlegum rýmum ef ekki er hægt að gæta að 1m reglunni.
Fáein smit hafa komið upp meðal nemenda og starfsmanna á undanförnum vikum en það hefur ekki haft teljandi áhrif á skólastarfið þar sem meirihluti smitaðra hefur verið í sóttkví. Þar sem ekki hefur verið um sóttkví að ræða hafa einstaka hópar þurft að fara í sóttkví.
Fræðsluráð þakkar yfirferðina á stöðunni í skólum og frístundaveri
Jafnframt hvetur ráðið alla til að fara áfram varlega og huga vel að persónulegum sóttvörnum. Hluti af því er að vera vakandi fyrir einkennum og fara í sýnatöku þegar einkenna verður vart. Einnig er mikilvægt að láta vita ef upp kemur smit eða grunur um smit. Munum að við erum öll almannavarnir.