Fimmtudagur 21. september 2023
Guðlaugur Birgisson

Viðamikill loðnuleiðangur að hefjast

15.01.2020

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til Neskaupstaðar í morgun og þar eru einnig í höfn grænlenska skipið Polar Amaroq og Hákon EA sem munu taka þátt í loðnuleiðangri sem er að hefjast.

Þá munu Bjarni Ólafsson AK og Ásgrímur Halldórsson SF einnig taka þátt í verkefninu. 

Tíðindamaður heimasíðu Síldarvinnslunnar fór um borð í Árna Friðriksson og hitti þar Birki Bárðarson leiðangursstjóra að máli.

Birkir sagði að undirbúningsvinnu yrði sinnt í dag en hann vonaðist til að öll skipin létu úr höfn til mælinga og leitar í kvöld eða nótt. „Við þurfum að kvarða mæla í Árna Friðrikssyni og Hákoni  en mælar Polar Amaroq hafa þegar verið kvarðaðir.

Í kvörðun mælanna felst að þeir séu stilltir þannig að þeir mæli allir eins. Bjarni Ólafsson og Ásgrímur Halldórsson koma með sem leitarskip en þau eru ekki með kvarðaða mæla.

Það eru því fimm skip sem hefja mælingar og leit í kvöld eða nótt.

Við gerum ráð fyrir að byrja út af Litladýpi og leita norður með landgrunnsbrúninni og einnig á landgrunninu. Saman munu skipin leita út af Austfjörðum og Norðausturlandi í fyrstu atrennu.

Um borð í bæði Polar Amaroq og Hákoni verða þrír starfsmenn frá Hafrannsóknastofnun. Því miður er veðurútlit ekki sérstaklega gott en það er veðurgluggi næstu daga sem þarf að nýta vel.

Því miður ríkir ekki mikil bjartsýni um loðnuvertíð en það er aldrei að vita.

Loðnan hefur oft komið mönnum á óvart,“ sagði Birkir að lokum.

Greint er frá þessu inn á vef Síldarvinnslunnar

Forsíðumind: Guðlaugur Birgisson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is