Miðvikudagur 17. júlí 2024

Víða farið og veitt

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöld. Þeir voru báðir nánast með fullfermi og var mest af ýsu í aflanum. Hvor togari landaði einnig um 20 tonnum í Neskaupstað á laugardaginn og biðu þar af sér brælu.
Fulltrúi heimasíðu svn.is ræddi við Ragnar Waage Pálmason, skipstjóra á Bergi, og spurði hann hvar hefði verið veitt. “Í þessum túr var víða farið meðal annars vegna veðurs. Við byrjuðum túrinn á Ingólfshöfða og þar var nuddveiði. Við urðum frá að hverfa þaðan vegna veðurs og þá var haldið austur fyrir land. Við lönduðum slatta í Neskaupstað og biðum þar þangað til veðrið skánaði. Síðan forum við út á Gerpisflak að leita að ýsu en þar var róleg veiði. Við héldum á Gula teppið og tókum þar eitt hol og þaðan í Berufjarðarálinn. Þar var ágæt dagveiði en lítið að hafa yfir nóttina. Keyrðum þaðan á Ingólfshöfðann og tókum einn sólarhring þar. Af Höfðanum var farið í Meðallandsbugtina og þar fengum við ágætis kokteil. Við enduðum svo á Pétursey þar sem tekið var eitt stutt hol áður en haldið var í land,” segir Ragnar.
Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, var spurður hvort Vestmannaey hefði veitt jafn víða og Bergur. “Já, við vorum á mjög svipuðu róli. Byrjuðum á Ingólfshöfða, lönduðum í Neskaupstað og eftir það var veitt á Gerpisflaki, Skrúðsgrunni, í Berufjarðarál, Breiðamerkurdýpi og Meðallandsbugt. Það var reitingur hér og þar en hvergi neinn verulegur kraftur í veiðinni,” segir Birgir Þór.
Bæði Bergur og Vestmannaey héldu á ný til veiða í gærkvöldi.
Myndatexti: Bergur VE kemur til löndunar í Eyjum. Ljósm. Guðmundur Alfreðsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search