Þriðjudagur 27. september 2022

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar

Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt.

Geðhjálp býður því 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Dagatal með G-vítamínskömmtum verður sent á hvert heimili á Íslandi. Auk þess verður hægt að nálgast dagatalið í völdum sundlaugum og verslunum um allt land.

Markmiðið er að styrkja geðheilsu landsmanna en um leið að fyrirbyggja bresti og verja okkur í mótbyr. Með daglegri inntöku G-vítamíns myndum við sterkara ónæmi, því þessi einföldu ráð eru verndandi þættir geðheilsu.

Í hverjum glugga dagatalsins er einn skammtur og daglega birtast góð ráð á gvitamin.is, Facebook og Instagram. Fylgist endilega vel með þar, ekki síst á miðvikudögum þegar stærri G-vítamínskammtar verða birtir.

Fjöldi mergjaðra geðræktandi vinninga verða gefnir heppnum þátttakendum. Það eina sem þú þarft að gera er að taka þátt og nýta þér G-vítamínið, sem er ókeypis og án aukaverkana!

Fyrsti skamturinn kom frá forseta Íslands fyrir fimm dögum svo í dag er það KK sem biður okkur að draga inn djúpt andan.

Brostu framan í spegilinn

Það var ekki að ástæðulausu að viska Einars Benediktssonar greyptist í hjarta þjóðarinnar: „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.“ Brosið er margvottað undrameðal. Brostu framan í spegilinn og segðu eitthvað fallegt og uppörvandi við sjálfa(n) þig og þér mun líða betur. Ef þú temur þér að brosa reglulega við sjálfum/sjálfri þér muntu eiga auðveldara með að tileinka þér umburðarlyndi gagnvart þér og öðrum. Það sakar ekki að prófa!

Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 

Flæktu ekki líf þitt að óþörfu Sönn hamingja felst í því að einfalda líf sitt. Að einbeita sér að þörfum sínum umfram langanir – forgangsraða. Mikilvægt er að þekkja hvaða aðstæður valda streitu og vanlíðan og forðast þær. Áhyggjur yfir því ókomna hjálpa ekki, nema síður sé. Gott er að þjálfa sig í því að útiloka neikvæð áhrif frá umhverfinu, einfalda líf sitt og velja sér þá þætti tilverunnar sem brugðist er við og njóta þess að þurfa ekki að bregðast við öllu því sem tilveran færir okkur.

Fagnaðu hækkandi sól 

Fagnaðu hækkandi sól Í nokkrum byggðarlögum á landinu er drukkið sólarkaffi um þessar mundir því sólin sést á ný. Þetta er tíðkað þar sem ekki sést til sólar yfir háveturinn. Réttast væri að sólarkaffi væri drukkið um allt land. Það þarf nefnilega ekki djúpan fjörð eða fjallasali til að mannfólkið sakni þeirrar birtu og hlýju sem sólin gefur. Það er við hæfi að leyfa sér að finna fyrir djúpu þakklæti nú þegar þessi gleðigjafi birtist að nýju.

Hugsaðu jákvætt, það er léttara

Jákvæðni er undirstaða vellíðanar því án jákvæðra hugsana er vellíðan í lágmarki. Því má halda fram að jákvæðni sé lykillinn að hamingjuríku lífi og velgengni. Það er hægt að hafa áhrif á líðan með hugarfarinu. Ef við temjum okkur að hugsa jákvætt, verða samskipti okkar við annað fólk betri. Jákvæð hugsun og afstaða mótar öll okkar samskipti og það sem þau leiða af sér. Jákvæð hugsun er afar mikilvæg fyrir heildina. Jákvæðni er hugrökk ákvörðun, sem vitaskuld er ekki alltaf möguleg, en viðleitnin skilar von og von er súrefni allra samfélaga.

Dragðu andann djúpt tíu sinnum í röð

Við öndum allan sólarhringinn allt okkar líf og það skiptir máli hvernig við öndum. Það að draga andann djúpt er forsenda allrar sjálfsræktar og slökunar. Andardráttur okkar er mælikvarði á líðan okkar hverju sinni. Við erum gædd þeim merka hæfileika að geta stýrt honum og þannig verður andardrátturinn að afar gagnlegu tæki í höndum okkar. Prófaðu að brjóta upp daginn með því að anda mjög djúpt tíu sinnum, í hvaða aðstæðum sem er. Þannig hreinsum við huga og líkama af óþarfa aukaefnum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is