Við saman í Eyjum

Að taka þátt í stjórnmálastarfi getur verið kvíðvænlegt og ákveðin opinberun sem fylgir því
að gefa kost á sér. Vinir eða fjölskylda sem hafa kannski aðrar skoðanir en frambjóðandinn
skilja ekkert í að viðkomandi trúi á þá sýn sem hann og flokkurinn hafa og tala mögulega
ástvini sína niður. Á sama tíma hefur fólk fundið hugrekki til að standa upp fyrir sjálfu sér,
fara út fyrir þægindarammann og vill vinna af heilum hug fyrir samfélagið okkar.
Nú hafa þrír listar verið birtir hér í Eyjum og 54 frábærir einstaklingar eru tilbúnir að taka
þátt í að gera bæinn okkar betri með því leggja krafta sína í það óeigingjarna starf sem
bæjarpólitík er. Sveitarstjórnarkosningar eru spennandi því í þeim felast svo mörg tækifæri,
hið faglega starf sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins taka þátt í er upphafið á frábæru
tímabili. Að bærinn okkar geti orðið bestur á svo mörgum sviðum. Gleðin og tilhlökkunin
sem einkennir hópinn er raunveruleg og smitar út frá sér í samfélagið okkar.

Við í Eyjum erum að lang stærstum hluta Sjálfstæðisfólk og við getum verið stolt af því, við
vitum öll hve gott er að búa hérna og hvernig samfélagið blómstraði undir styrkri stjórn
okkar. Við vitum öll hvar þarf að gera betur, sömu málefni eru rædd á hverri kaffistofu
bæjarins, og án efa þá getum við það. Við þekkjum að sjálfsögðu ekki alla íbúa Eyjanna en
sennilega þekkjum við öll einhvern sem bíður sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og við vitum
að þessi aðili er frábær.

Það er góður tími í vændum og við ættum kannski öll að taka Sóla til fyrirmyndar, kjarna
okkur og hafa vináttuna í fyrirrúmi. Við viljum hvetja alla til að koma í Ásgarð núna á
laugardaginn þar sem stefnumótunarvinna næstu ára verður í hávegum höfð, mæting er kl.
11:00 og virk hlustun í boði.
Þetta verður frábær fundur þar sem við horfum til framtíðar og gerum áætlun um hvernig
samfélagið okkar verður best. Núna er rétti tíminn til að skora á sjálfan sig og láta til sín taka,
yfirstíga það sem hefur komið í veg fyrir að mæta og taka þátt. Vera hluti af samfélaginu og
kannski koma sínum sjónarmiðum á framfæri eða bara koma og hlusta á hvað okkur í
Vestmannaeyjum finnst að þurfi til að verða best.
Við í Sjálfstæðisflokknum kunnum og viljum hlusta til að bærinn okkar geti orðið bestur fyrir
okkur öll.

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search