Tói Vídó

Við munum halda áfram að trompa!

20.05.2020

Það gerist endrum og sinnum að fólk gefur sig á tal við mig og ræðir málefni bæjarins. Í það spjall er ég alltaf tilbúinn við hvern sem er, hvort sem sá fylgir mér að málum eða ekki. Og það sem meira er að þá gerist það sömuleiðis að fólk hrósar fyrir það sem vel er gert og þegar svo ber undir hlýnar mér um hjartarætur.

Stundum kemur hrósið líka úr ólíklegustu átt, stundum frá fólki sem ég hefði hreinlega aldrei búist við að hrósaði mér fyrir mín störf og það sem ég hef staðið fyrir. En nú ber einmitt svo undir að varabæjarfulltrúi úr liði hinna svokölluðu andstæðinga sér ástæðu til þess að lýsa nokkrum af þeim mörgu afrekum sem ég á minn þátt í. 

Líkt og í félagsvist stendur sá alltaf vel að vígi sem hefur trompin á hendi. Ég get hér nefnt nokkur sem hefur verið spilað út á síðustu tveimur árum: 

 • Við trompum fyrri meirihluta í umhverfismálum með því að hefja vinnu við metnaðarfulla umhverfis- og auðlindastefnu m.a. til verndar náttúrunni þannig að komandi kynslóðir geti notið ósnortinnar fegurðar Eyjanna okkar
 • Við trompum fyrri meirihluta í þjónustu við nemendur í leik- og grunnskólunum þar sem markvisst er unnið að því m.a. með snemmtækri íhlutun að tryggja að allir nemendur fái tækifæri til náms og þá aðstoð sem þeir þurfa til þess að geta vaxið og dafnað í skólunum
 • Við trompum fyrri meirihluta í þjónustu við fólk af erlendu bergi til þess að það geti með sem bestum hætti komist inn í samfélagið okkar og tekið þátt í uppbyggingu þess og framþróun
 • Við trompum fyrri meirihluta í þjónustu við börn og barnafjölskyldur með því að efla starfsemi frístundaversins, bjóða öllum ungmennum sumarstörf, búa til fleiri leiksvæði í hverfum bæjarins og endurvekja bráðnauðsynlega stöðu æskulýðs- og íþróttafulltrúa
 • Við trompum fyrri meirihluta í nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi með því að leggja til að búa til aðlaðandi aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki og vinna þannig að því að auka fjölbreytni atvinnulífsins í bænum
 • Við trompum fyrri meirihluta í þjónustu við eldri borgara til að mynda með heilsueflingu sem notið hefur svo mikilla vinsælda að færri komast að en vilja 

Reyndar finnst mér varabæjarfulltrúinn gera hálf lítið úr þætti aðalmanna sinna í bæjarstjórn sem samþykktu í haust fjármagn, bæði í umhverfisstefnu sem og í uppbyggingu sprota- og nýsköpunarstarfsemi á þriðju hæð Fiskiðjunnar. Ég ætla þó ekki að gera mikið úr því, að minnsta kosti ekki á þessum vettvangi en eitt vil ég þó leiðrétta; meirihlutinn sem trompar hvað eftir annað þann gamla hefur aldrei staðið í vegi fyrir rekstri sveitarfélagsins á Herjólfi. Bæjarstjórn hefur ávallt staðið saman í þeim málaflokki og því leitt ef varabæjarfulltrúar ætla sér að reka fleyg í þá góðu samvinnu. 

Ég heyri víða ánægjuraddir með rekstur og stjórnun bæjarins. Trompin eru þó enn fjölmörg á hendi og þeim verður spilað út gagngert til þess að veita íbúum í Vestmannaeyjum, ungum sem öldnum, góða þjónustu, að minnsta kosti næstu tvö árin. 

Njáll Ragnarsson

Njáll Ragnarsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search