Við erum sterkt samfélag!

18.03.2020

Við lifum nú ástand sem er ólíkt öllu sem við höfum áður þekkt. Af því leiðir að við getum ekki nema að takmörkuðu leyti notfært okkur fyrri reynslu til að takast á við þetta; hún er ekki fyrir hendi. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona.

Á hverjum degi, jafnvel oft á dag, þurfum við að tileinka okkur nýja hluti og bregðast við stöðugt breyttum aðstæðum. Við þurfum að aðlagast kringumstæðum sem við bara fyrir nokkrum vikum hefðum ekki getað ímyndað okkur að kæmu upp.

Við þessar aðstæður þurfum við sem samfélag og einstaklingar að leggja meira á okkur en venjulega. Það er mikilvægt að geta haldið uppi ákveðinni þjónustu í samræmi við það sem landlæknir og sóttvarnalæknir leiðbeina um í samkomubanni. Útfærslan er komin fyrir okkar sveitarfélag en við erum auðvitað með þetta í endurskoðun dag frá degi.

Okkar hlutverk sem íbúa er að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og það þarf hver og einn að passa sjálfan sig og fylgja fyrirmælum og tilmælum. Tölum við börnin okkar og útskýrum stöðuna. Hugum að þeim sem eldri eru og veikburða.

Mikilvægt er að halda ró og yfirvegun þótt ástandið sé skrýtið og erfitt. Tæknin gerir okkur kleift að eiga margskonar samskipti og tala saman þótt við séum ekki í námunda hvert við annað. Höldum því áfram!

Við erum sterkt samfélag hér í Eyjum og höfum oft þurft að takast á við stór og vandasöm verkefni í sameiningu. Þetta er eitt að þeim; og við klárum það líka.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search