Þriðjudagur 26. september 2023

„Við erum meistarar!“

Það er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Það þarf líka heilt samfélag til að ná árangri. Við erum 4500 manna bæjarfélag með bæði kvenna- og karlaliðin okkar í efstu deild í handknattleik og knattspyrnu. Það er afrek út af fyrir sig en við erum líka að ná árangi.

Samtakamáttur og samstaða er lykill að góðum árangri, góðu umhverfi og jarðvegi til árangurs. Í dag eigum við  Vestmannaeyingar þrjá af sex titlum í meistaraflokki í handknattleik. Strákarnir urðu Íslandsmeistarar í þriðja sinn frá 2014 og stelpurnar deildar- og bikarmeistarar og með silfur í Íslandsmótinu. Þetta er algerlega frábær árangur.

Stemming, gleðin og umgjörðin sem búið er að skapa í kringum liðin er frábær og áhuginn sem bæjarbúar sýna með þátttöku í leikum af áhorfendapöllunum er ómetanlegur fyrir okkar íþróttafólk. Liðin okkar eru fyrirmyndir og hefur okkar “meisturum” tekist svo vel að hrífa fólk með sér í gleðinni að við höfum öll á tilfinningunni að við séum meistara. Enda erum við öll meistara, þetta eru okkar lið, okkar fólk og okkar bæjarfélag.

Takk ÍBV og okkar frábærar íþróttafólk, þjálfarar og allir þeir sem koma að félaginu fyrir að gleðja okkur hvað eftir annað. Saman náum við árangri og þessi frábæri árangur, í vetur, er gott veganesti inn í sumarið.

Sem vonandi fer að koma

Áfram ÍBV

Íris Róbersdóttir bæjarstjóri

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is