20.11.2020
Sæktu pakkann þegar þér hentar, engin biðröð, ekkert vesen. Þannig hljómar byrjunin á kynningu fyrir póstboxið nýja sem er komið fyrir utan pósthúsið hérna í Vestmannaeyjum. Ingimar Andrésson svæðistjóri póstsins í Vestmannaeyjum sagði okkur aðeins frá þessari nýjung.
Þetta er mikil þjónustuaukning fyrir viðskiptavini. Þeir geta nálgast sendingar í póstbox allan sólarhringinn. Biðröð á pósthúsið er óþörf ef afhendingarval er póstbox. Að nýta sér þessa þjónustu verður mjög einfalt, sérstaklega þegar nýja appið okkar kemur sem verður á næstu vikum.
Það er einstaklega ánægjulegt hvað Íslandspóstur hefur getað bætt þjónustu við okkur eyjamenn á þessu ári þrátt fyrir erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu.
Við erum ekki lengur talinn vera „afdalir“ í póstheimum með seinkaðri afhendingu. Að við séum með í fyrstu bylgju í uppsetningu póstboxa á landsbyggðinni eru greinileg merki þess að Íslandspóstur vill veita okkur eyjamönnum hágæða þjónustu.
Gunnupplýsingar um boxið:
- Póstbox eru almennt opin allan sólarhringinn allt árið
- Póstbox eru staðsett víðsvegar um landið
- Auðvelt að áframsenda tilkynningu og láta sækja fyrir sig
- Skráðu þig á Minn Póstur og pakkinn berst í það Póstbox sem þú velur
Það flýtir fyrir allri afgreiðslu að skrá sjálfvirkar greiðslur.
Hvernig sæki ég pakka í Póxtboxið?
Þegar pakkinn er kominn í Póstbox færðu SMS tilkynningu og tölvupóst með QR kóða og PIN númeri.
Þú hefur 3 daga til að sækja pakkann í Póstboxi, eftir það verður hann sendur á pósthús.
- Þú ferð að Póstboxinu sem tilgreint er í tilkynningunni
- Þú skannar QR kóðann í lesaranum eða slærð inn símanúmer og PIN kóða
- Póstboxið opnast og þú tekur pakkann þinn
- Þú loka Póstboxinu aftur