23.07.2020
Vestri tók vel á móti ÍBV og stuðningsmönnum í gær en þá sérstaklega þessum þremur meisturum, Birgi Reimari, Stefáni og Gumma, en með þeim á myndinni er Sammi, formaður Vestra.
Fyrir leik voru okkar menn kallaðir upp og leystir út með glæsilegum gjöfum: Treflum og árituðum treyjum. Skemmtilegt framtak hjá Vestra.
ÍBV færir þeim bestu þakkir.