Laugardagur 26. nóvember 2022

Vestmanneyjabær færði 12 manns þakkir fyrir þeirra framlag í starfi

Vestmanneyjabær færði 12 manns þakkir fyrir þeirra framlag við að gera bæinn okkar enn betri og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri færði þeim þakklætisvott fá bænum.

Þetta eru þau:

María Pálmadóttir Kennari við GRV.

María Pálma kom til Eyja í ágúst 1983. Mæja kenndi lengst af sem umsjónarkennari og mest á miðstigi. Seinni árin fór hún í stuðningskennslu og sérkennslu, auk þess að sjá um bókasafn Barnaskólans í nokkur ár.

Snorri Rútsson Kennarinn við GRV

Snorri lauk námi við Íþróttakennaraskóla Íslands að Laugarvatni 1974 og byrjaði það haust að kenna íþróttir hér í Eyjum. Á þeim tíma var kennt  til skiptis í íþróttasölum Barnaskólans og Framhaldsskólans. Þegar sundlaugin var vígð árið 1976 byrjaði hann einnig að kenna sund og kenndi það til jafns við íþróttir í fjölda mörg ár. Snorri hefur verið íþrótta – og sundkennari í Eyjum í 48 ár, geri aðrir betur.

Sesselja Pálsdóttir Stuðningafulltrúi í GRV

Sesselja eða Setta eins og hún er alltaf kölluð byrjaði að vinna hjá Vestmannaeyjabæ þegar á barnaheimilinu á Heiðarvegi 41, haustið eftir gos. Þegar Rauðagerði var opnað færðist starfsemin þangað yfir og þar starfaði hún út vorið 1975. Árið 1995 hóf Setta aftur störf hjá Vestmannaeyjabæ og þá á Kirkjugerði, vann þar bæði sem stuðningur og inni á deild.

Hún vann lengst af sem stuðningsfulltrúi í Barnaskólanum, enn færði sig yfir í Hamarsskólann fyrir nokkrum árum og endaði sinn starfsferil þar.

Hörður Þórðarson Slökkviliðsmaður

Hörður byrjar í slökkviliðinu árið 1990 og er því búinn að vera starfandi í liðinu o.þ.a.l. í vinnu hjá Vestmannaeyjabæ í heil 32 ár. Á þessum 32. árum hefur hann auk þess náð að starfa með þremur slökkviliðsstjórum.

Stefán Örn Jónsson Varaslökkviliðsstjóri

Stebbi byrjar í slökkviliðinu árið 1973 og er því búinn að vera starfandi í liðinu o.þ.a.l. í vinnu hjá Vestmannaeyjabæ í heil 49 ár.

Á þessum 49. árum hefur hann auk þess náð að starfa með fjórum slökkviliðsstjórum. Fyrstu árin sem almennur slökkviliðsmaður því næst sem annar varaslökkviliðsstjóri og svo varaslökkviliðsstjóri frá 2003.

Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir  Skólastjóri og leikskólakennari

Byrjað að starfa við leikskóla fyrir tæpum 50 árum í ágúst 1973 og sem var þá eini leikskólinn eftir gos á Heiðarveginum í einbýlishúsi.

Emma hefur sinnt öllum störfum í leikskólanum Kirkjugerði, fyrst var hún leiðbeinandi seinna fór hún í leikskólakennaranám og var deildarstjóri, því næst aðstoðarleikskólastjóri og um tíma sinnti hún starfi leikskólastjóra.

Bryndís Guðjónsdóttir leikskólakennari

Dísa hóf störf á Kirkjugerði í mars 1990. Dísa var tryggur og góður kennari, flottur fagmaður sem lætur sig málefni barna skipta.

Anna Friðþjófsdóttir Innheimtufulltrúi og aðstoðaðarmaður bókara.

Anna hóf fyrst störf hjá bænum í april 1986. 1989

Anna var svo við, við og við milli 1987 og 1989, þegar hún var fastráðin sem aðstoðarmaður bókara og innheimtufulltrúi Vestmannaeyjabæjar. Hún hefur því starfað samfellt fyrir Vestmannaeyjabæ í rúm 33 ár.

Borgþór Yngvarsson Sundalugavörður/húsvörður

Boggi eins og hann er kallaður byrjaði að vinna í íþróttamiðstöðinni árið 2.9.2013 sem sundlaugarvörður og varð strax vinsæll meðal samstarfsmanna, barna og annara gesta sem heimsóttu íþróttamiðstöðina. 2017 Byrjaði Boggi svo sem húsvörður og er eins og það starf hafi verið sniðinn fyrir hann.

Tómas Sveinsson, Matsveinn Hraunbúðir

Tómas Sveinsson var hóf starf sem matreiðslumeistari á Hraunbúðum 1. mars 2000. Árin á Hraunbúðum urðu um 20 og lauk við yfirfærslu á rekstri Hraunbúða til ríkisins fyrri rúmum ári síðan.

Hanna Margrét Þórðardóttir þjónustufulltrúi

Hanna Margrét hóf störf hjá Vestmannaeyjabæ í febrúar 2006. Hún starfaði við ýmis störf á skrifstofu Ráðhússins en fluttist síðan á skrifstofu fjölskyldu – og fræðslusviðs og sá þar um alla móttöku og skrifstofuvinnu. Hanna starfaði í um 15 ár hjá Vestmannaeyjabæ þar til hún hætti störfum á þessu ári.

Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Bókavörður

Sigrún Inga hóf störf á Bókasafni Vestmannaeyja hinn 1. desember 2012. Sigrún Inga er mikill lestrarhestur og átthagakona og þetta tvennt hefur heldur betur skipt máli fyrir bókasafnið.

Birna Hilmisdóttir skólaliði í GRV

Birna Hilmisdóttir hefur unnið hjá Vestmannaeyjabæ síðan í september 1994. Hún hóf störf sem
skólaliði í Barnaskóla. Birna tók svo nokkur ár sem stuðningsfulltrúi í Hamarsskóla og Barnaskóla. En
breytti svo aftur til og fór í fullt starf sem skólaliði í Hamarsskóla og starfaði við það þar til hún hætti.

Hér eru nokkrar myndir frá athöfninni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is