Eygló Dís Alfreðsdóttir er eigandi Eydís Ísbúð og rekur Ísey Skyrbar hér í Eyjum ásamt manninum sínum Gísla Val Gíslasyni. Það er ýmis þjónusta sem þau eru að bjóða upp á
Hvernig hefur gengið hjá ykkur síðan þið opnuðuð?
Það hefur gengið mjög vel, við erum mjög sátt og þakklát með startið og finnum það að Vestmannaeyjingar eru ánægðir með þessa viðbót í flóruna.
Nú eruð þið með QR kóða fyrirkomulag, hvernig virkar það?
Já passar, við höfum fengið að koma svokölluðum QR kóðum í nokkur fyrirtæki, en með því getur fólk skannað inn kóðann, skoðað matseðilinn og pantað, borgað og sótt til okkar á Ísey Skyr Bar. Þægilegt og fljótlegt.
Geta allir pantað í gegnum það ?
Eingöngu starfsmenn þeirra fyrirtækja sem hafa fengið kóðann geta pantað í gegnum hann. En við eigum enn nóg af QR kóðum sem við viljum endilega koma út í fleiri fyrirtæki, kaffistofur eða hvert sem þetta getur gagnast fólki og er þá hægt að koma við og fá kóða eða hafa samband við okkur.
Hvenær opnið þið á morgnana ?
Við opnum klukkan 9:00 alla virka daga og 11:00 laugardaga og sunnudaga.
Langar líka að koma á framfæri að við erum með morguntilboð alla virka daga til 10:00 og laugardaga til 12.
Síðan er ný viðbót komin hjá okkur Ísey Skyr Bar að bjóða 2fyrir1 alla sunnudaga, en þá er tilvalið að taka fjölskylduna með í holla og næringaríka máltíð.
Eruð þið að bjóða uppá einhverja veisluþjónustu eða fyrirtækjaþjónustu ?
Já við höfum verið að þjónusta fyrirtækin í bænum, fyrirtæki hafa verið að panta hjá okkur fyrir t.d. fundi, morgunkaffi eða bara til að gleðja starfsfólkið sitt. Við höfum þá fundið út í sameiningu hvað hentar best hvort sem það er eitthvað frá Ísey Skyr Bar eða Eydís Ísbúð.
Fyrirtækjapantanir berist á eyglo@eydisisbud.is
Við erum einnig að leigja krapavélar og höfum sett saman ísveislur fyrir allskonar tilefni.
Eitthvað að lokum?
Já við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hvað okkur hefur verið tekið vel. Við erum enn að læra ýmislegt og sem betur fer höfum við fengi aðstoð frá fullt af frábæru fólki sem hefur verið tilbúið að hjálpa okkur og ráðleggja. Eins vorum við ótrúlega heppin með starfsfólkið okkar sem hefur metnað fyrir því sem við erum að gera.
Hlökkum til að sjá ykkur!