Hásteinsvöllur

Vestmannaeyjar með þeirra augum – Ljósmyndasýning í Einarsstofu

Það var vel mætt á sýningu Sifjar Sigtryggsdóttur og Adda í London í Einarsstofu á laugardaginn sem var sú fimmta í sýningaröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Og áfram er haldið og á laugardaginn sýna Bjarni Sigurðsson, sem stýrir eldhúsinu á Sjúkrahúsinu og Friðrik Harðarson með eigin myndir og myndir sem faðir hans, Hörður Sigurgeirsson, ljósmyndari skildi eftir sig þegar hann lést.

Bjarni segist vera giftur til Vestmannaeyja en kona hans er Kristjana Margrét en forleldrar hennar eru Hörður Þórðarson og Anna María Kristjánsdóttir. Hann tók við eldhúsinu af Ævari Austfjörð í sumar en stóra áhugamálið er ljósmyndun. „Ég hef verið að taka myndir frá því ég var polli en tók mér pásu þegar maður lagði áherslu á að koma sér áfram í kokkastarfinu,“ segir Bjarni sem ekki aðeins féll fyrir Eyja-
stúlkunni Kristjönu.


„Ég heillaðist einnig af því sem Heimaey og Vestmannaeyjar allar hafa upp á að bjóða. Myndirnar sem ég sýni eru mjög litríkar en ég legg áherslu á liti í öllu sem ég geri. Reyni að fanga litina í hversdagsleikanum.“
Friðrik mætir með myndir sem ná yfir lengra tímabil en ljósmyndir Harðar föður hans. Hörður kom frá Akureyri og rak hér ljósmyndastofu á árunum 1950 til 1965. „Í allt liggja eftir hann um 170 þúsund myndir sem hann tók í Vestmannaeyjum og aðeins ein mynd af hverju,“ segir Friðrik.
„Þetta eru mest myndir af einstaklingum en líka myndir af hópum og þegar kom að því að klára filmuna fór hann út og tók myndir af því sem fyrir augu bar. Myndir af atvinnu- og mannlífi í Vestmannaeyjum. Allar mannamyndirnar eru merktar og ég veit hverjir hóparnir eru,“ segir Friðrik sem nokkrum sinnum hefur haldið sýningar á myndum föður síns.
En þetta er í annað skipti sem hann teflir fram eigin myndum. Hann var átta ára þegar pabbi hans gaf honum fyrstu myndavélina og byrjaði strax að taka myndir. Allt safnið hans glataðist í gosinu en hann hélt áfram og fáum við að sjá sýnishorn af því á laugardaginn. „Þetta verður sitt lítið af hverju frá okkur pabba en sjálfur heillast ég af náttúrunni. Ekki síst briminu sem lemur eyjuna okkar og það tók mig þrjú ár að taka myndir af sólarlagi allan hringinn.“
Enn og aftur má því búast við skemmtilegri sýningu í Einarsstofu sem hefst eins og venjulega klukkan 13.00 á laugardaginn og stendur yfir í 60-90 mínútur.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search