Föstudagur 1. desember 2023
Sif Sigtryggsdóttir

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt heldur áfram – Addi í London og Sif Sigtryggsdóttir sýna næsta laugardag

Næsta laugardag, 5. október kl. 13.00 mæta Ísleifur Arnar Vignisson, betur þekktur sem Addi í London og Sif Sigtryggsdóttir, Sif í Geisla. Eins og áður verða sýningarnar í Einarsstofu.

Addi í London hefur lengi verið með myndavélina á lofti og hefur náð ótrúlegum árangri meðfram krefjandi vinnu sem verkstjóri í Fiskiðjunni og síðar Vinnslustöðinni þar sem hann er enn að störfum. Hann er mættur á fjölda viðburða, hefur auga fyrir því sem er að gerast í atvinnulífinu, íþróttum og ekki síst þjóðhátíðinni sem hann hefur myndað af mikilli list. Þá á hann einstakar fuglamyndir þar sem lundinn er í stóru hlutverki.

Addi sýnir sitt lítið af hverju og er tilhlökkunarefni að sjá hvað hann finnur til úr sínu stóra safni. Það sem einkennir myndir Adda í London er væntumþykja fyrir viðfangsefninu og kemur hvergi skýrar fram en í myndum hans af náttúru Eyjanna og þjóðhátíðinni.

Sif er meira óskrifað blað fyrir okkur Eyjafólk sem gerir það bara meira spennandi að fá að kíkja í safnið hennar. Sif vinnur í Geisla þar sem hún tekur á móti fólki með einhverju því skærasta brosi sem fyrirfinnst í verslunum í Eyjum í dag.

Sif útskrifaðist frá Mynd- og handíðaskólanum 1998 af textílbraut og segist hún alla tíð hafa verið að skapa og sjá það sérstaka í umhverfinu. „Margt af því sem ég sé set ég ósjálfrátt í ramma og tek upp á myndavélina og smelli af. Ég var

ung þegar ég byrjaði að taka myndir en í dag er þetta miklu aðveldara. Þú er alltaf með myndavél á þér þar sem síminn er og nota ég hann mikið,“ segir Sif.

Hún segir sýninguna vera sitt lítið af hverju af því sem hún hefur verið að gera. „Ég hlakka til að deila myndunum með fólki og vonast til að sjá sem flesta í Einarsstofu á laugardaginn. Auðvitað er ég spennt en þetta verður gaman. Ég er viss um það.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is