Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt: Friðrik í Eyjablikk og Jóna Heiða sýna á laugardaginn

Pétur Steingrímsson og Guðmundur Gíslason leyfðu gestum að kíkja í ljósmyndasafnið sitt í Einarsstofu á laugardaginn. Tónninn var sá sami, Vestmannaeyjar en sitt hvort stefið að nokkru leyti. Þá áttu þeir eitt sameiginlegt, fólk var áberandi í myndum beggja og var gaman að fá að kíkja í níræðisafmæli tengdapabba hans þar sem margt merkisfólk var samankomið. Það var ekki síður gaman að ferðast upp um fjöll og firnindi, mest Heimaklett og í úteyjar með Pétri.

Nú er komið að sjöundu sýningunni í röðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og þá geysast þau Jóna Heiða Sigurlásdóttir og Friðrik Björgvinsson fram og sýna okkur lítið brot af þeim myndum sem þau hafa tekið í gegnum árin.
Myndir Jónu Heiðu eru hluti af listsköpun hennar en Friðrik er meira í daglega lífinu og sýnir okkur myndir sem hann hefur tekið á sjó og á landi með áherslu á fólkið sem hann hefur mætt í gegnum ævina.
„Ég er að skrá og rannsaka það sem ég sé. Er mikið úti í náttúrunni, skoða flóruna, dýralíf og landslag. Ég hef alltaf haft áhuga á því vísindalega og það kemur fram í myndum mínum,“ segir Jóna Heiða sem kennir við Framhaldsskólann. Hún lauk námi frá Listaháskólanum 2005 og bætti við sig kennararéttindum nokkrum árum síðar þegar hún lauk mastersnámi.
„Ég ætla að sýna sitt lítið af því sem ég hef verið að gera og hlakka til á laugardaginn,“ sagði Jóna Heiða.
Friðrik er framkvæmdastjóri Eyjablikks en var lengi til sjós sem vélstjóri. Hann byrjaði að taka myndir eftir 1980 og á hann mörg gullkornin í myndum sem hann hefur tekið á löngum sjómannsferli auk mynda sem hann hefur tekið í landi. „Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri því það ýtir við manni að taka til í safninu,“ segir Friðrik. „Ég verð með valdar bátamyndir en legg áherslu á myndir sem ég hef tekið af fólki, köllum sem ég var með til sjós og hafi orðið á vegi manns í landi. Það var margt í safninu sem kom mér á óvart og verður gaman að sýna úrval úr safninu á laugardaginn.“
Eins og venjulega byrjar sýningin klukkan 13.00 á laugardaginn í Einarsstofu og stendur í einn til einn og hálfan tíma.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search