Bói

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt: Bói Pálma sýnir myndir úr gosinu

Í baráttu við náttúruöflin í sinni grimmustu mynd í Heimaeyjargosinu var Sigmar Pálmason, Bói Pálma einn þeirra sem stóðu í fremstu víglínu. Var í Slökkviliðinu og var oft í hópnum sem fremst fór þegar teflt var á tæpasta vað. Þó verkefnið væri strembið og að mörgu að hyggja var Bói með myndavél á sér og tók myndir af því sem fyrir augu bar.
Afraksturinn fáum við að sjá í Einarsstofu á föstudaginn þar sem Bói sýnir myndir sínar úr gosinu ásamt Halldóri Sveins og Jóa Myndó. Sýningin er hluti af Safnahelgi og sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt.
Bói og kona hans, Kristrún Axelsdóttir bjuggu ásamt börnum sínum, Pálma og Unni að Brimhólabraut 31. „Við vorum þá hugsa um að kaupa á Smáragötu 1, sem við keyptum svo eftir gos. Áttum bara eftir að skrifa undir,“ segir Bói þegar hann rifjar upp þessa daga í janúar 1973 þegar gos hófst á Heimaey.


„Kristrún fór með krakkana upp á land með bát en ég varð eftir í Eyjum. Var nánast allan tímann sem gosið stóð hér í Eyjum. Ég hafði ekki tekið mikið af myndum fyrr en í gosinu og ástæðan var að mér datt í hug að kaupa myndavél rétt fyrir gos.“
Eins og áður segir var Bói í Slökkviliðinu og var oft á stöðum sem heitast brunnu. „Maður hafði nóg að gera en stundum gafst tími til að mynda og var ég að smella af hér og þar. Þetta eru slætsmyndir og ég gerði ekkert með þær fyrr en að Jói Listó sá þær. Hann sagði að þarna lægi ég á miklum gersemum en sjálfur hafði ég ekki kíkt á myndirnar í ein fimmtán ár.“


Fær Arnar í lið með sér
Bói hefur lítið myndað síðan en á enn sína ágætu vél, 35 mm filmuvél. „Ég ætla að fá Arnar Sigurmundsson með mér í þetta. Hann þekkir öll þessi hús og veit hvað var á gerast á hverjum tíma sem starfsmaður Viðlagasjóðs á þessum tíma. Við gerðum þetta á 70 ára árgangsmótinu okkar og heppnaðist vel.“


Myndir segja oft mikla sögu en að fá söguskýringar með gerir sýningu Bóa enn athyglisverðari. Ekki síst fyrir yngra fólk og aðra sem ekki upplifðu gosið. „Það sem ég sýni er aðeins hluti af öllum þeim myndum sem ég tók í gosinu en ég valdi þær sem mér fannst segja mest,“ sagði Bói að endingu.
Sýningin er á föstudaginn í Einarsstofu í Safnahúsi og hefst kl. 17.00.

Bói Pálma
1973

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is