Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt á föstudag: Bói Pálma, Halldór Sveins og Jói Myndó í Einarsstofu

Það er öflug þrenning sem mætir með myndir sínar í Einarsstofu kl. 17.00 á föstudaginn. Þeir eru Halldór Sveinsson, lögregluvarðstjóri, Jói Myndó og Sigmar Pálmason betur þekktur sem Bói Pálma.

Sýningin er hluti af Safnahelgi og sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og er sú níunda í röðinni.  Halldór hefur í mörg ár tekið myndir af því sem fyrir augu hans ber og ætlar hann að gefa okkur tækifæri á að kíkja aðeins í safnið. Bói tók ómetanlegar myndir í Heimaeyjargosinu 1973 og má þakka Jóa Listó að þær enduðu ekki í glatkistunni. Jói Myndó, er unglingurinn í hópnum og hefur á ótrúlega skömmum tíma náð að sanna sig sem athyglisverður ljósmyndari.

Fólk er beðið um að athuga breyttan tíma vegna Safnahelgar og verður sýningin klukkan 17.00 á föstudaginn en ekki á laugardag. Sýningin stendur yfir í um einn og hálfan tíma.

Forsíðumyndina á hann Jói Myndó

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is