Þriðjudagur 23. júlí 2024

Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn fengu Græna ljósið

Halla og Íris

Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn fengu í dag Græna ljósið frá Orkusölunni sem staðfestir og vottar að sveitarfélagið og höfnin nota í rekstri sínum 100% endurnýjanlega raforku með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Vottunin er liður í grænni vegferð sveitarfélagsins og er í samræmi við ákvörðun Umhverfis- og skipulagsráðs, þar sem ákveðið var að vinna að umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið í samráði við íbúa og fyrirtæki, en umhverfismál koma öllum við. Markmið umhverfisstefnu er meðal annars ætlað að tryggja íbúum sveitarfélagsins heilnæmt og öruggt umhverfi og skal taka tillit til hennar í allri starfsemi sveitarfélagsins. Að auki mun hagstæður samningur við Orkusöluna um raforkukaup skila sér í lægri rekstrarkostnaði fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.  

Hvað er grænt ljós? Grænt ljós er eitt af einkennismerkjum Orkusölunnar, þar sem öll raforkusala er vottuð 100% endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Græn vottun skiptir máli í viðskiptaumhverfinu og því eru fyrirtæki í auknu mæli að sækja sér Grænt ljós frá Orkusölunni til að aðgreina sig á markaðnum. 

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Halla Marinósdóttir frá Orkusölunni ehf. undirrituðu saminginn i dag.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search