Þriðjudagur 4. október 2022

Vestmannaeyjabær og Fjarðabyggð neydd til hópuppsagna

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa fjögur sveitarfélög á landsbyggðinni þurft að greiða mörg hundruð milljóna króna með rekstri dvalar- og hjúkrunarheimila, starfsemi sem er á ábyrgð ríkisins að fjármagna.

Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð.

Umrædd sveitarfélög eru öll með samninga við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur dvalar- og hjúkrunarheimila. Þar sem tilraunir til þess að fá nægilegar fjárveitingar til reksturs heimilanna hafa verið árangurslausar gripu sveitarfélögin til þess örþrifaráðs að segja upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands, skv. uppsagnarákvæðum samninganna og skila þannig rekstrinum aftur til ríkisins.

Allt frá því sveitarfélögin sögðu upp samningunum hefur ferlið í kringum skilin verið gert eins torsótt og mögulegt er og sveitarfélögin sem um ræðir hafa mætt tómlæti og áhugaleysi heilbrigðisyfirvalda vegna málsins.

Þá eru störf og réttarstaða starfsfólks umræddra stofnana tryggð við aðilaskipti á Akureyri og Hornafirði, en nú er ljóst að ekki er vilji til slíks hvað varðar Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð.

Heilbrigðisráðherra hefur val um að láta lög um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti gilda og því hlýtur það að vera val hennar að slíkt verði ekki í áðurnefndum sveitarfélögum. Verði slíkt ofan á kallar það á hópuppsagnir og óvissu í þessum landsbyggðarsveitarfélögum, þar sem mikill meirihluti eru kvennastörf við umönnun okkar viðkvæmustu einstaklinga.

Sveitarfélögin Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð sætta sig engan veginn við þessa stöðu mála.

Hafa því bæjarráð þeirra beggja samþykkt að óska eftir frestun á uppsögn samninga um rekstur hjúkrunarheimila sinna um einn mánuð, til 1. maí nk. Jafnframt hafa bæjaryfirvöld óskað eftir því við velferðarnefnd Alþingis að hún skerist í málið og leysi úr þessari óvissu þegar í stað.

Munu sveitarfélögin gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja sömu réttindi og hjá starfsfólki annarra hjúkrunarheimila sem verið er að flytja milli rekstraraðila.

Í þessu samhengi er rétt að taka fram að það virðist ríkinu auðvelt að láta umrædd lög gilda þegar verið er að flytja starfsemi frá ríki til sveitarfélaganna og tryggja þannig störf og réttindi starfsfólks, en öðru gegnir þegar verið er að flytja starfsemi í hina áttina. Óboðlegt er að slík mismunun skuli eiga sér stað.

Því leggja bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð allt sitt traust á að Alþingi bregðist við nú þegar og tryggi farsæla lausn þessara mála þar sem ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar sér ekki að vinna að slíku frekar.

Undir þetta rita Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Íris  Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestamannaeyja 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is