Föstudagur 29. september 2023

Vestmannaeyjabær heiðursgestur á Menningarnótt síðastliðna helgi

Stærsta afmælis- og borgarhátíð Reykjavíkur Menningarnótt var haldin síðastliðinn laugardag. Segja má að hátíðin sé hápunktur sumarsins þar sem skemmtilegir viðburðir lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds. Hátíðin er fyrir alla borgarbúa og gesti sem vilja taka þátt í hátíðinni og skemmta sér. 

Á Menningarnótt Reykjavíkur var Vestmannaeyjabær heiðursgestur. Vestmannaeyjabær var valinn af borgarráði Reykjavíkur sem heiðursgestur að þessu sinni í tilefni af 50 ára goslokaafmæli á árinu 2023 og langvarandi vinatengslum milli bæjarfélaganna.

Það er mikill heiður og sönn ánægja fyrir Vestmannaeyjabæ að vera heiðursgestur hátíðarinnar. 

Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi í borginni þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu í miðborginni.

Vestmannaeyjabær hafði í samstarfi við Reykjavíkurborg og fleiri aðila, undirbúið glæsilega dagskrá, um viðburði sem tengjast bæði gosinu á Heimaey árið 1973 og hinni alkunnu Þjóðhátíð sem haldin er ár hvert í Eyjum.

Í Tjarnarsal Ráðhússins var komið fyrir hvítu þjóðhátíðartjaldi og boðið upp á ekta Eyjastemningu á vegum ÁtVR (Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu) ásamt léttum veitingum. Auk þess var fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á staðnum, en Rauði krossinn skipaði stórt hlutverk í björgunarferlinu meðan á Heimaeyjargosinu stóð. Þá voru ljósmyndir af liðnum Þjóðhátíðum og lifandi myndir úr Heimaeyjargosinu rúllað á stórum skjám ásamt því sem tveimur stórum vikursúlum voru stillt upp á staðnum til að sýna á lifandi hátt hversu gríðarlegt öskumagn settist yfir Vestmannaeyjabæ. 

Tvær sýningar voru í Hafnartorgi Gallery: Til hafnar og Við gosið. Báðar tengjast sýningarnar eldgosinu á Heimaey árið 1973.

Til Hafnar, þar sem minnst er siglingar bátanna frá Vestmannaeyjum hina örlagaríku nótt er eldgosið á Heimaey hófst. Hvorki fyrr né síðar hafa Vestmannaeyingar verið fluttir yfir hafið líkt og gert var aðfararnótt 23. janúar 1973. Allt að 80 skip og áhafnir sigldu með tæplega fimm þúsund íbúa til hafnar í Þorlákshöfn undir drunum og birtu frá eldgosinu á Heimaey. Þessa nótt urðu bátarnir líflína bæjarbúa. Á sýningunni hverfist sjóndeildarhringurinn um bátana og endurskapar þá sýn sem við höfum af hafinu og siglingum.

Sýningarstjórar: Joe Keys og Vala Pálsdóttir

Ávörp héldu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.

 

Við gosið, ljósmyndasýning Sigurgeirs Jónassonar, verður í Hafnartorg Gallery. Sigurgeir myndaði gosið frá upphafi þess og þar til því lauk í júlí 1973. Um er að ræða valdar ljósmyndir Sigurgeirs af gosinu, þ.á.m. hina þekktu mynd af Landakirkju með eldhafið í baksýn. Það er vandasamt verk að velja úr safni Sigurgeirs, en eldgosamyndir hans  hlaupa á þúsundum. Sýningin verður aðgengileg á opnunartímum Hafnartorgs Gallery fram til 3. september n.k.

Sýningarstjóri: Vala Pálsdóttir

Ljósmyndir frá hátíðinni tók Addi í London.

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is