Vestmannaeyjabær fagnar frumkvæði um byggingu Laufeyjar – Tígull.is – Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Screenshot 2020-05-25 at 23.29.34

Vestmannaeyjabær fagnar frumkvæði um byggingu Laufeyjar

25.05.2020

Þjónustumiðstöð við Suðurlandsveg

Á bæjarráðsfundi í dag var rædd hugmynd og tillögur um þjónustumiðstöð á gatnamótun Suðurlandsvegar og Landeyjahafnarvegar, svokallað Laufeyjarverkefni.

Bæjarráð ræddi hugmyndir og tillögur um þjónustumiðstöð á gatnamótun Suðurlandsvegar og Landeyjahafnarvegar, svokallað Laufeyjarverkefni. Sveinn Waage, einn forsprakka verkefnisins, hefur kynnt hugmyndirnar fyrir bæjarfulltrúum Vestmannaeyjabæjar, þar sem gert er ráð fyrir nýrri tegund þjónustumiðstöðvar, sem tekur m.a. mið af umhverfissjónarmiðum og fellur vel inn í landslagið.

Niðurstaða bæjarráðs var:

Bæjarráð fagnar frumkvæði aðila að þjónustumiðstöð við Suðurlandsveg. Bæjarráð telur ekki unnt á þessum tímapunkti að fjárfesta í verkefninu né veita sérstakar fjárveitingar til þess.

Eru reiðubúin til viðræðna við aðila verkefnisins um annars konar aðkomu

Bæjarráð er hins vegar reiðubúið til viðræðna við aðila verkefnisins um annars konar aðkomu, hvort sem það er í formi hvatningar, viðræðna við stjórnvöld um þátttöku eða annað.

Tígull heyrði í Sveini Waage í kjölfarið og fékk hans viðbrögð við þessari niðurstöðu Vestmannaeyjabæjar

Við fögnum áhuga bæjarins á verkefninu og hlökkum til vinna það áfram með yfirvöldum og þeim fjölmörgu í Eyjum sem stutt okkur og hvatt til dáða. Vestmannaeyjabær var aldrei að verða lykilfjárfestir en þegar stöðin rýs verður án efa farsælt samstarf með bænum, Herjólfi og ferðamálasamtökunum í Eyjum.

Saman munum við stórauka traffíkina til Eyja segir Sveinn að lokum.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Skora á umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja
Týnd í 47 ár en er nú komin í réttar hendur
Guðdómlega fallegur fluttningur hjá Unu og Söru Renee á laginu The Prayer
26 styrkumsóknir bárust fyrir Viltu hafa áhrif 2021
Ör hugvekja á síðasta sunnudegi kirkjuársins
Ási í Bæ – myndband frá SIGVA media frá 2014

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X