Vestmannaeyjabær bætist í hóp þeirra sveitarfélaga sem taka á móti flóttafólki

Þann 9. mars síðastliðin sendi félags- og vinnumálaráðuneytið, sveitarfélögum erindi vegna móttöku flóttafólks

Ástandið í Úkraínu og vaxandi fjöldi flóttafólks hefur verið áberandi í umræðunni síðustu daga og vikur. Hafa nokkur sveitarfélög lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki.

Gert er ráð fyrir að fjöldi einstaklinga muni koma til Íslands í leit að skjóli vegna stríðsátaka

Skipaður hefur verið sérstakur aðgerðarhópur af hálfu ráðuneytisins vegna verkefnisins, þar sem leitað er bæði eftir lausnum vegna neyðarviðbragða í ljósi fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem og varanlegri lausn eftir að vernd er veitt.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur verið að þróa samræmda móttöku flóttafólks í samstarfi við sveitarfélög og er unnið að því að festa móttökukerfið í sessi. Að verkefninu koma auk sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur auk þess sem ráðuneytið er með samning við Rauða krossinn um félagslegan stuðning.

Fjöldi aðila hafa boðið fram húsnæði um land allt

Nú þegar hefur fjöldi aðila boðið fram húsnæði um allt land í verkefnið og því hefur verið settur upp sérstakur hlekkur á heimasíðu Fjölmenningarseturs þar sem hægt er að skrá húsnæði til leigu og verður þeim upplýsingum miðlað til sveitarfélaganna.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið óskar eftir þátttöku sveitarfélaga í þessu brýna verkefni, þar sem þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags.

Vestmannaeyjabær býður fram aðstoð sína

Á fundi bæjarráðs í gær fól bæjarráð Írisi bæjarstjóra og Angantý framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, að setja sig í samband við félagsmálaráðuneytið, Útlendingastofnun og nýskipaðan aðgerðahóp, til þess að bjóða fram aðstoð sveitarfélagsins vegna móttöku flóttafólks, á grundvelli þeirrar aðstoðar sem umræddir aðilar óska eftir og lögheimilissveitarfélög veita skv. leiðbeinandi reglum þar um.

Bæjarráð þakkar velvilja þeirra íbúa sem boðið hafa ýmis konar aðstoð í tengslum við mögulega móttöku flóttamanna frá Úkraínu.

Vinnuhópur settur á vegna verkefnisins

Ákveðið hefur verið að setja á laggirnar vinnuhóp á vegum Vestmannaeyjabæjar, sem hafi það hlutverk að aðstoða flóttafólk við að komast inn í samfélagið í Vestmannaeyjum.

Vinnuhópurinn verður skipaður þeim Láru Konráðsdóttur, félagsráðgjafa, Drífu Gunnarsdóttur, fræðslufulltrúa, Klaudia Beata Wanecka, fjölmenningarfulltrúa og Önnu Rós Hallgrímsdóttur, skólastjóra GRV.

Í sameiginlegri bókun bæjarráðs segir: Grimmileg innrás Rússa í Úkraínu hefur kallað yfir úkraínsku þjóðina miklar hörmungar og hefur fjöldi fólks lagst á flótta. Undirrituð telja mikilvægt við slíkar aðstæður að sýna Úkraínumönnum stuðning og telja Vestmannaeyjabæ vel til þess fallinn að taka á móti flóttafólki í samstarfi við stjórnvöld. Mikilvægt er að undirbúa mögulega komu fólks vel og sinna verkefninu með sóma.

Njáll Ragnarsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search