04.02.2020
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Bergi-Huginn hf 18. janúar síðastliðinn þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Smáey VE-444,
Vísað er til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
Í erindinu kemur fram að verði af sölu skipsins, seljist það án aflahlutdeilda.
Niðurstaða bæjarráðs
Bæjarráð þakkar Bergi-Huginn hf. fyrir upplýsingarnar um fyrirhugaða sölu skipsins og áréttingu um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar með vísan til laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
Þar sem skipið verður selt án aflahlutdeilda telur bæjarráð ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsréttinn í þessu tilviki og fellur því frá honum.