Vestmannaeyjabær býður öllum íbúum sveitarfélagsins, fæddum árið 2007 eða fyrr, að taka þátt í skoðanakönnun
Markmið könnunarinnar er að safna upplýsingum sem munu leggja grunn að atvinnustefnu Vestmannaeyja. Bæjarstjórn Vestmannaeyja og aðrir aðstandendur könnunarinnar hvetja alla til að svara og láta þannig rödd sína heyrast um framtíð atvinnuþróunar í Vestmannaeyjum.
Áætlað er að það taki um 15 til 25 mínútur að klára könnunina.
Hér getur þú nálgast könnunina sem tekur um 15-25 mín. að ljúka
Verkefni þetta er einstakt á landsvísu en Vestmannaeyjar eru fyrsta sveitarfélag landsins þar sem öllum íbúum, sem í ár eru 14 ára eða eldri, gefst tækifæri til að koma að mótun framtíðar í efnahagsmálum sveitarfélagsins.
Taktu þátt! Þitt álit skiptir máli.
Með von um góðar undirtektir.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

